Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 22

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 22
[1104a, 1164b]; sjá einnig Kristján Kristjánsson, 2002, bls. 71). Þetta breytir því ekki að hinn siðvitri er ómissandi fyrirmynd þegar ungt fólk lærir smám saman af eigin reynd, eða er frætt um, hvað séu viðeigandi siðferðilegir mælikvarðar. Mergurinn málsins er ekki sá að tilgátur mínar um a)–c) séu, hver fyrir sig, óbrotn- ari og meira sannfærandi en túlkanir talsmanna FPV (þó að ég telji þær að vísu bæði óbrotnari og meira sannfærandi!) heldur hitt að þær eru, í heild sinni, í mun betra samræmi við skoðanir veraldarhyggjumanns, eins og Aristótelesar, sem taldi að frumreglna siðferðisins væri að leita í mannlegu eðli: í staðreyndum um hvað það er sem gerir okkur, mannfólkinu, kleift að þrífast og dafna. Eins og ég leiddi rök að fyrr í ritgerðinni þá var Aristóteles fráleitt neinn kenningaskelmir. Þvert á móti bar hann fram kenningu um stefnumið (telos) mannlífsins og tiltölulega nákvæma skilagrein fyrir því hvernig unnt væri að nálgast þetta stefnumið með því að fylgja hinum gullna, dygðuga meðalvegi athafna og tilfinninga. Gleymum því ekki að umfjöllun Aristótelesar um fronēsis er hluti af umræðu hans um þessa siðferðiskenningu sína, og þótt glögg sýn á einstök tilvik sé vissulega einn eðlisþáttur fronēsis þá má ekki ein- blína á þann sjónræna þátt og virða að vettugi röklega og siðræna eðlisþætti þessarar þýðingarmiklu vitrænu dygðar (sjá t.d. Noel, 1999). Niðurstaða mín um eðli fronēsis er sú að þótt það sé ekki í reynd útreiknanlegt til hlítar, fremur en technê læknisins eða skipstjórans, þá sé það ekki heldur nauðsynlega óútreiknanlegt. Fyrir fullkomna (t.a.m. guðlega) veru væri fullkomin siðakenning, sem svaraði til hlítar öllum hagnýtum spurningum, möguleg. En við menn erum ófullkomnar verur og því þurfum við á siðakenningu að halda sem hægt er að laga að nýjum og nýjum kringumstæðum, og líka sálargáfu sem gerir okkur þá aðlögun kleifa. Slíka siðakenningu ljær Aristóteles okkur og hún er ekkert síður altæk þótt hún þurfi sífelldrar snurfusunar við, fremur en lög eru síður altæk þótt einatt þurfi að lagfæra þau í ljósi nýrra aðstæðna: láta þau „mæla svo sem löggjafinn hefði sjálf- ur mælt hefði hann verið viðstaddur og sjálfur fellt inn í lögin hefði hann kunnað skil á málinu“ (1995, II, bls. 55 [1137b]). Það að siðakenning geti ekki, í reynd, gert okkur kleift að reikna út fyrirfram hvaða gera beri við allar mögulegar aðstæður er engin frétt. Slíkt gildir um nær allar kenningar sem fram hafa komið í sögu siðfræðinnar, meira að segja nytjastefnu. Þótt Aristóteles bjóði upp á kenningu af slíku tagi er hann ekki þar með orðinn að siðferðilegum stakhyggjumanni. ERU KENNSLUSTÖRF Í SKÓLUM RÉTTAST SKILIN SEM PRAXIS, MEÐ ÁSJÁ FRONĒSIS? Einhver mikilvægasti þátturinn í boðskap talsmanna FPV – að minnsta kosti fyrir lesendur þessa tímarits – er að kennslu sé best lýst sem praxis og ágæti kennslu sem fronēsis. „Samkvæmt þessu viðhorfi felst ágæti kennara ekki í því að hanna kerfis- bundna röð af aðferðum eða tæknibrellum sem ,leiða’ nemendur í átt að væntum námsmarkmiðum. Ágætið felst í sjálfkvæmri (spontaneous) og sveigjanlegri stjórn og endurskoðun kennslunnar sem stýrist af næmri tilfinningu fyrir smágervum við- E R K E N N S L A P R A X I S ? 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.