Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 72
þjónað hlutverki öfugrar spegilmyndar sem þjóðir Evrópu staðsettu sig út frá (Kristín
Loftsdóttir, 2004).
Mannfræðingar hafa í litlum mæli einbeitt sér að greiningu texta námsbóka, þrátt
fyrir að hafa lengi vel stundað það sem kalla má á íslensku etnógrafíu menntunar
(educational ethnography). Etnógrafía menntunar hefur lagt áherslu á rannsóknir innan
skólakerfisins, meðal annars með því að nota þátttökuathugun (ethnographic method).
Þessi aðferðafræði sem oft er kennd við mannfræðina felst meðal annars í beinni
athugun á ákveðnum fyrirbærum og formlegum og óformlegum viðtölum. Etnógraf-
ía menntunar hófst með rannsóknum þekktra einstaklinga, svo sem bandarísku
fræðikonunnar Margaret Mead sem skoðaði vandamál tengd menntun indíánabarna
í Bandaríkjunum um miðja 20. öld (Yon, 2003). George Spindler stóð fyrir fyrstu ráð-
stefnunni þar sem mannfræðingar skoðuðu menntun sérstaklega (Educational
Anthropology Conference) en hún var haldin í Stanford árið 1954 og var mikilvæg lyfti-
stöng fyrir þessi fræði. Etnógrafíur sem hafa verið unnar innan skólakerfisins undir-
strika að skólar og sú félagsmótun sem þar fer fram sé flókið fyrirbæri og ekki rétt að
gera ráð fyrir að nemendur séu óvirk móttökutæki eða kennarar fulltrúar ríkisvalds-
ins eins og fræðimenn virtust lengi vel gera ráð fyrir (sjá umfjöllun í Olsen, 1997; Yon,
2003). Rannsóknir gerðar í skólum sýna þvert á móti fram á fjölþætt og flókin ferli
sem þar eiga sér stað.
Hér ætla ég að fjalla um greiningu mína á íslenskum grunnskólabókum en hún
leggur sérstaka áherslu á framsetningu efnis um Afríku. Ég mun einkum beina
athygli minni að aðferðafræðilegum þáttum verkefnisins og vandamálum sem komu
upp en jafnframt fjalla stuttlega um nokkrar niðurstöður. Ég vona að slík umfjöllun
geti verið framlag til áframhaldandi umræðna um hvernig nálgast megi námsbækur
fræðilega, hvað beri að hafa í huga við rannsóknir á þeim, sem og að undirstrika
mikilvægi þess að skoða á gagnrýninn og uppbyggjandi hátt það efni sem notað er
við kennslu í grunnskólum landsins. Hér ber augljóslega að hafa í huga að náms-
bækur eru einungis einn hluti þeirra námsgagna sem notuð eru í skólum og vissu-
lega er einnig áhugavert að skoða aðrar tegundir námsgagna. Mörgum námsbókum
fylgja einnig kennsluleiðbeiningar sem fela ekki síður í sér áhugaverð viðhorf og
móta að einhverju leyti kennslu í viðkomandi fögum. Þá hafa verið gefin út mynd-
bönd og annað efni sem nota má samhliða kennslubókum. Þetta efni felur greinilega
líka í sér áhugaverðar menningarmiðlaðar hugmyndir. Í þessari rannsókn var þó
ákveðið að afmarka greininguna við texta kennslubókanna sjálfra, enda það í sjálfu
sér mjög umfangsmikið.
Mannfræðingurinn Viktor Turner (1967) heldur því fram að mörg tákn séu
margræð (multivocal) og feli í sér margar og ólíkar merkingar. Ég lít á texta námsbóka
sem margræð tákn í merkingu Turners og því megi skoða þær út frá mörgum ólíkum
sjónarhornum. Sjónarhorn mitt er mótað af kenningalegum bakgrunni mínum sem
og nálgun minni sem mannfræðingur. Rannsóknin afmarkast að mestu leyti við
ímyndir Afríku en engu að síður var allt efni skoðað sem tengdist á einhvern hátt
samfélögum eða löndum sem hafa sögulega verið skilgreind sem framandi á Vestur-
löndum. Skilgreining á framandleika er augljóslega gildishlaðin og háð tíma, stað og
aðstæðum. Þó má benda á að ákveðnir samfélagshópar hafa sögulega séð verið skil-
M E N N T A Ð A R O G V I L L T A R Þ J Ó Ð I R :
72