Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 84

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 84
Á mynd 6 má sjá nokkur atriði sem athuguð voru út frá áherslum í umfjöllun um Afríku. Taflan sýnir að bækurnar leggja áherslu á það sem almennt hefur verið litið á sem hefðbundið, svo sem atvinnuhætti safnara/veiðimanna, akuryrkjufólks og hirð- ingja. Á þessari töflu hefur þessum atvinnuvegum verið skeytt saman undir heitinu „hefðbundnir“ atvinnuvegir. Eins og sjá má er tilvísun í hefðbundna atvinnuvegi í 39.5% bókanna. Í greiningu fyrir SPSS var einnig skoðuð tíðni almennrar tilvísunar til þess sem á Vesturlöndum hefur verið vísað til sem hefðbundið líf. Eins og sjá má var slík tilvísun í rúmlega 40% textanna. Hér er augljóslega um nokkuð huglæga skil- greiningu að ræða en þessi talning getur engu að síður verið áhugaverð til að gefa til kynna hversu mikla áherslu textar námsbókanna leggja á þætti sem á Vesturlöndum eru venjulega tengdir fortíðinni. Á móti má benda á að umfjöllun um líf í borgum, sem nútímalegir atvinnuvegir eru oftast tengdir við, eru eingöngu 7% umfjöllunar- innar. Einhvers konar aðgreining fólks í kynþætti er einnig töluvert algeng en hana má finna í tveimur þriðju hluta bókanna (67%). Slík áhersla er augljóslega sterkari í eldri bókum og birtist í 73% bóka frá því fyrir 1900 og 41% í bókum frá 1991–2000. Slíka aðgreiningu mátti helst finna í landafræðibókum því allar landafræðibækur sem voru skoðaðar höfðu einhverja slíka aðgreiningu en eingöngu 44% af samfélagsfræði- bókum. Hugtakanotkun í textum námsbókanna er mjög fjölþætt hvað þetta varðar. Notuð eru hugtök eins og: blámenn, blökkumenn, negrar, svart fólk og svertingjar. Notkun þeirra er að einhverju leyti háð þeim tíma sem bókin er gefin út á. Hér ber að hafa í huga hvað varðar nýrri bækur að ekki er lagt mat á í gátlistanum hvernig tilvísun til kynþátta er sett fram, heldur eingöngu hvort um sé að ræða í textanum skírskotun til kynþátta. Það er því ekki hægt að staðhæfa út frá þessum gögnum að 41% bóka sem gefnar eru út á tímabilinu 1991–2000 endurspegli kynþáttafordóma heldur eingöngu að um einhvers konar tilvísun til litarafts eða flokkun í kynþætti sé að ræða, sem áhugavert væri að skoða betur. Hér má einnig benda á að umfjöllun um sögu Afríku fyrir nýlendutímann er 18,6%. Þessi tala segir heldur ekki alla söguna því ef skoðað er hvað liggur að baki henni þá er í flestum tilfellum um að ræða tilvísun eldri bóka til fornmenningar Egypta, umræða sem er ekki sett í samband við Afríku sem slíka heldur forn menn- ingarsamfélög. Slík áhersla virðist sérstaklega vera til staðar í eldri mannkynssögu- bókum þar sem Egyptaland er oft tengt Austurlöndum. Í Ágrip af mannkynssögunni (Páll Melsteð 1884) er til dæmis fjallað um Egyptaland til forna í tengslum við Föníkumenn, Assýríumenn og Grikki. Orðið Afríka kemur einnig fyrir þegar fjallað er um siglingar Bartólomeus Días og Vasco da Gama, þó ekki sé fjallað um álfuna sem slíka. Páll segir að af „öllum ríkjum Afríku er Egiptaland merkilegast bæði að fornu og nýju“ (bls. 265) og ræðir stuttlega um stöðu mála þar á 19. öld. Veraldarsaga (Rolfsen, 1908) fjallar stuttlega um Egyptaland til forna í tengslum við fornöld undir heitinu Austrænar þjóðir og í sambandi við Babylóníumenn og Assýríumenn (bls.17). M E N N T A Ð A R O G V I L L T A R Þ J Ó Ð I R : 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.