Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 11
öðru lagi technê (verksvit, kunnátta, tækni) sem tengist eidos (hugmynd að skipulagi,
hönnun) og leiðir til poiêsis (framleiðslu, sköpunar); og í þriðja og síðasta lagi fronēsis
(siðvit eða siðferðileg glöggskyggni/hyggindi) sem tengist evdaimonia (mannlegri
heill) og leiðir til praxis (gjörðar). Kenningu Aristótelesar um bókvit, verksvit og
siðvit sem þrjár meginstoðir menntunar þekkja íslenskir skólamenn í einfaldaðri
mynd úr verkum ýmissa helstu menntafrömuða okkar, allt frá Stephani G. (sem orti
um „hvassan skilning“ bókvitsins, „haga hönd“ verksvitsins og „gott hjarta“ sið-
vitsins) til Þórarins Björnssonar og Páls Skúlasonar. En hvaða mælikvarða höfum við
á gæði þessara meginstoða? Jú, „gott og slæmt ástand“ bókvitsins eru, að sögn
Aristótelesar, einfaldlega „sannleikur og ósannleikur“ (1995, II, bls. 66 [1139a]), en
gott og slæmt ástand verksvitsins eru afurðir sem eru annaðhvort mikils eða einskis
verðar og siðvitsins skynsamlegar eða óskynsamlegar athafnir.
Lykilhugmynd FPV er í framhaldi af þessu að tengja rök og íhugun í menntun við
fronēsis og menntunina sjálfa við praxis. Menntun er ekki fræðileg starfsemi (Carr,
1995, bls. 33) heldur hagnýt, en hún er samt ekki hagnýt í skilningi poiêsis sem
„stjórnast af fastmótuðum markmiðum og ákveðnum verklagsreglum“ (1995, bls. 73)
heldur í skilningi praxis sem er yfirgripsmeira og sveigjanlegra. Þetta merkir ekki að
menntun snúist einvörðungu um starf, ekki kenningu. Visst rúm er skilið eftir fyrir
kenningu – en hvorki af tagi þeôria né technê, eins og venjulega hefur verið gert ráð
fyrir þegar rætt er um kenningu og starf í kennslu. „Kenningin“ sem heldur velli er
starfsbundin kenning þátttakandans sjálfs (hér kennarans), ekki áhorfandans (að
kennslunni); sem sé ekkert utanaðkomandi loftborið kenningafley er siglir með
himinskautum heldur kenning í skilningnum „ígrundað eigið starf“. Fræðilegir skot-
spænir FPV eru samkvæmt þessu menntunar- og siðferðiskenningar af hinu hefð-
bundnara sértæka tagi, kenningar sem eiga rætur í hvers kyns „tæknihyggju“. Dunne
skrifaði að sögn hið volduga rit sitt sem andsvar við einni slíkri tæknihyggju, atferlis-
markmiðalíkaninu sem reið húsum fyrir rúmum aldarfjórðungi (1993, bls. 1), og Carr
beinir spjótum sínum að hvers kyns „tæknitrúarhugmyndum“ um kennslu og
námskrárgerð (Carr og Kemmis, 1986, bls. 35). Squires (1999, bls. 17) stingur upp á
því í hálfkæringi að vinsældir FPV á Bretlandseyjum megi ef til vill rekja til skyld-
leika þess við bókmenntadaður og tæknihatur sem þar sé landlægt. Það myndi þó
ekki skýra brautargengi þessa sama viðhorfs á Norðurlöndunum þar sem fólki hefur,
kannski vegna áhrifa frá þýskri menntahefð, mun síður verið uppsigað við inngrip af
tæknihyggju- og jafnvel skrifræðistoga í menntamálum. Trúlegri söguskýring á því
hvers vegna menntafólk á báðum þessum svæðum hefur reynst svo móttækilegt fyrir
FPV er skyldleiki FPV við vantrúna á hvers konar bjarghyggju (foundationalism) í
heimspeki almennt, vantrú sem breiðst hefur ört út á síðustu árum.
Keppikefli mitt í þessari ritgerð er þó ekki að reifa frekar sálrænar eða sögulegar
skýringar á vinsældum FPV eða að tengja það viðhorf straumum í hugmyndafræði
samtímans. Keppikeflið er fremur að greina lykilþætti þessa viðhorfs og í framhaldi
af því að reisa rönd við þeim. Mestu skiptir að ég hyggst gera slíkt frá fótskör
Aristótelesar sjálfs. Tilgáta mín er nefnilega sú að forsvarsmenn FPV hafi afbakað
fremur en endurnýjað hugmyndir Aristótelesar og að viðhorf þetta rísi því í raun alls
K R I S T J Á N K R I S T J Á N S S O N
11