Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 11

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 11
öðru lagi technê (verksvit, kunnátta, tækni) sem tengist eidos (hugmynd að skipulagi, hönnun) og leiðir til poiêsis (framleiðslu, sköpunar); og í þriðja og síðasta lagi fronēsis (siðvit eða siðferðileg glöggskyggni/hyggindi) sem tengist evdaimonia (mannlegri heill) og leiðir til praxis (gjörðar). Kenningu Aristótelesar um bókvit, verksvit og siðvit sem þrjár meginstoðir menntunar þekkja íslenskir skólamenn í einfaldaðri mynd úr verkum ýmissa helstu menntafrömuða okkar, allt frá Stephani G. (sem orti um „hvassan skilning“ bókvitsins, „haga hönd“ verksvitsins og „gott hjarta“ sið- vitsins) til Þórarins Björnssonar og Páls Skúlasonar. En hvaða mælikvarða höfum við á gæði þessara meginstoða? Jú, „gott og slæmt ástand“ bókvitsins eru, að sögn Aristótelesar, einfaldlega „sannleikur og ósannleikur“ (1995, II, bls. 66 [1139a]), en gott og slæmt ástand verksvitsins eru afurðir sem eru annaðhvort mikils eða einskis verðar og siðvitsins skynsamlegar eða óskynsamlegar athafnir. Lykilhugmynd FPV er í framhaldi af þessu að tengja rök og íhugun í menntun við fronēsis og menntunina sjálfa við praxis. Menntun er ekki fræðileg starfsemi (Carr, 1995, bls. 33) heldur hagnýt, en hún er samt ekki hagnýt í skilningi poiêsis sem „stjórnast af fastmótuðum markmiðum og ákveðnum verklagsreglum“ (1995, bls. 73) heldur í skilningi praxis sem er yfirgripsmeira og sveigjanlegra. Þetta merkir ekki að menntun snúist einvörðungu um starf, ekki kenningu. Visst rúm er skilið eftir fyrir kenningu – en hvorki af tagi þeôria né technê, eins og venjulega hefur verið gert ráð fyrir þegar rætt er um kenningu og starf í kennslu. „Kenningin“ sem heldur velli er starfsbundin kenning þátttakandans sjálfs (hér kennarans), ekki áhorfandans (að kennslunni); sem sé ekkert utanaðkomandi loftborið kenningafley er siglir með himinskautum heldur kenning í skilningnum „ígrundað eigið starf“. Fræðilegir skot- spænir FPV eru samkvæmt þessu menntunar- og siðferðiskenningar af hinu hefð- bundnara sértæka tagi, kenningar sem eiga rætur í hvers kyns „tæknihyggju“. Dunne skrifaði að sögn hið volduga rit sitt sem andsvar við einni slíkri tæknihyggju, atferlis- markmiðalíkaninu sem reið húsum fyrir rúmum aldarfjórðungi (1993, bls. 1), og Carr beinir spjótum sínum að hvers kyns „tæknitrúarhugmyndum“ um kennslu og námskrárgerð (Carr og Kemmis, 1986, bls. 35). Squires (1999, bls. 17) stingur upp á því í hálfkæringi að vinsældir FPV á Bretlandseyjum megi ef til vill rekja til skyld- leika þess við bókmenntadaður og tæknihatur sem þar sé landlægt. Það myndi þó ekki skýra brautargengi þessa sama viðhorfs á Norðurlöndunum þar sem fólki hefur, kannski vegna áhrifa frá þýskri menntahefð, mun síður verið uppsigað við inngrip af tæknihyggju- og jafnvel skrifræðistoga í menntamálum. Trúlegri söguskýring á því hvers vegna menntafólk á báðum þessum svæðum hefur reynst svo móttækilegt fyrir FPV er skyldleiki FPV við vantrúna á hvers konar bjarghyggju (foundationalism) í heimspeki almennt, vantrú sem breiðst hefur ört út á síðustu árum. Keppikefli mitt í þessari ritgerð er þó ekki að reifa frekar sálrænar eða sögulegar skýringar á vinsældum FPV eða að tengja það viðhorf straumum í hugmyndafræði samtímans. Keppikeflið er fremur að greina lykilþætti þessa viðhorfs og í framhaldi af því að reisa rönd við þeim. Mestu skiptir að ég hyggst gera slíkt frá fótskör Aristótelesar sjálfs. Tilgáta mín er nefnilega sú að forsvarsmenn FPV hafi afbakað fremur en endurnýjað hugmyndir Aristótelesar og að viðhorf þetta rísi því í raun alls K R I S T J Á N K R I S T J Á N S S O N 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.