Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 126

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 126
Þessa málhefð má e.t.v. rekja til þess að í Lögum um háskóla frá 1997 nr. 136 er hugtakið háskólastig ekki skilgreint með þeim hætti að þær stofnanir sem veita æðri menntun geti verið af ýmsum gerðum. Hugtakið háskóli er aftur á móti skilgreint með almenn- um hætti og gert ráð fyrir að þeir geti verið margir, hver með sín sérlög. Í ofangreindum lögum eru háskólastofnanir flokkaðar sem ríkisstofnanir eða einkastofnanir. Ríkisstofnanirnar eru reknar samkvæmt fjárveitingum en einkastofn- anir fá opinber framlög sambærileg þeim sem veitt eru til ríkisstofnana, auk þess sem þeim er heimilt að innheimta skólagjöld. Talsverð umræða hefur átt sér stað á síðustu misserum um ágæti þessara rekstrarforma. Í umræðunni kemur oft fram að ríkis- reknu stofnanirnar séu staðnaðar og þungar í vöfum en þær einkareknu ferskar og lifandi og veiti þjónustu í samræmi við atvinnulíf, þarfir og væntingar ungs fólks. Trúlega má eitthvað af því sem fram kemur í umræðunni til sanns vegar færa en að mínu mati skiptir rekstrarformið ekki öllu máli, heldur viðhorf og væntingar þess starfsfólks sem í stofnununum starfar og að jafnræðis sé gætt hvað fjárveitingar varðar. Mismunandi aðgengi að rekstrarfé hefur veruleg áhrif á viðhorf og væntingar starfsfólks, ekki síður en á möguleika stofnana til framþróunar. Í umræðum um rekstrarform kemur oft fram hversu mikilvægt það sé að auka samkeppni í háskólakerfinu. Þá er jafnan vísað til þess að hinar nýju einkareknu stofnanir stuðli að aukinni samkeppni um nemendur og þannig verði til betra fram- boð af námstækifærum en ella. Þessi rök eru sannfærandi og næsta víst hafa verið gerðar ýmsar breytingar og umbætur í þeim skólum sem keppa um nemendur á sömu fræðasviðum. Einkareknar stofnanir eru aftur á móti ekki líklegar til að setja á laggirnar nám sem fáir sækja, m.a. vegna þess hversu óhagkvæmt er að standa fyrir slíku námi. Samkeppnin er því líkleg til að stuðla að framförum og umbótum á þeim sviðum sem eru vinsæl meðal nemenda en ekki þeim sem fámennari eru. Það er því ljóst að að samkeppni um nemendur er góð svo langt sem hún nær. Ýmsar spurningar vakna í þessu sambandi, s.s. hver eigi að ákveða hvaða nám sé í boði á hverjum tíma í háskólastofnunum landsins. Á þeim sviðum sem eru vinsæl meðal nemenda er vandinn ekki mikill en hann verður meiri þegar um er að ræða kostnaðarsöm svið sem ekki laða að mikinn fjölda nemenda. Slík svið eru dæmd til að vera óhagkvæm í rekstri miðað við ríkjandi rekstrarumhverfi sem gerir ráð fyrir um 30 nemendum að meðaltali í hópi í flestum greinum. Því er mikilvægt að reglur um fjárveitingar til skóla taki mið af þessum aðstæðum og geri skólum betur kleift að bjóða nám á mikilvægum sviðum í grunn- og ekki síður framhaldsnámi sem fáir nemendur sækjast eftir. Sum fræðasvið eru mikilvægari en önnur fyrir íslenska menningu og atvinnulíf og því nauðsynlegt að forgangsröðun eigi sér stað um framboð á háskólanámi. Þetta er einkar mikilvægt fyrir uppbyggingu á öllu framhaldsnámi sem er á mörgum sviðum afar dýrt, s.s. í tilraunavísindum. Því miður er eins og margir geri sér ekki grein fyrir því að rannsóknaraðstaða á fjölmörgum fræðasviðum er það kostnaðarsöm að við sem þjóð getum ekki staðið undir því að fjármagna hana svo vel sé. Röðun á því hvaða nám er í boði og hvaða nám er sett í forgang er því afar mikilvæg, ella er líklegt að við nýtum ekki vel þau náttúru- og menningarlegu skilyrði sem bjóðast í landinu. V I Ð H O R F 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.