Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 21

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 21
Gallinn við þessa stakhyggjutúlkun Dunnes er, að mínum dómi, sá að hún setur – sem túlkun á Aristótelesi – kött í ból bjarnar. Því skal að vísu ekki á móti mælt að Aristóteles varaði okkur við að leita að sams konar nákvæmni í siðfræði og stærð- fræði. Það er einnig rétt að hann taldi mikilvægt að huga að því hvernig hinn siðvitri myndi skilgreina viðkomandi aðstæður áður en við felldum siðferðilegan dóm um þær. En hvorugt þetta nægir til að gera Aristóteles að stakhyggjumanni. Til þess að stakhyggjutúlkunin á fronēsis gangi upp þarf að sýna fram á röklegan forgang ein- stakra sanninda fram yfir almenn sannindi, einstakra skynjana fram yfir almennar skoðanir og dóms hins siðvitra fram yfir hinn rétta siðlega dóm. Nánar tiltekið þarf að rökstyðja að Aristóteles hafi trúað eftirfarandi: að a) gefa þurfi öll altæk siðferði- leg sannindi upp á bátinn og treysta þess í stað á einstök siðferðileg sannindi sem leidd séu af margbreyttum kringumstæðum mannlegs lífs, b) skynjun hins einstaka komi þekkingarfræðilega séð á undan skilningi almennra skoðana og c) það sem er siðlega rétt sé rétt vegna þess að hinn siðvitri dæmi það svo; ekki að hinn siðvitri dæmi það svo vegna þess að það sé – raunverulega og óháð honum – rétt. Vandinn við stakhyggjutúlkunina er sá að mér virðist engin hæfa í neinum þess- ara þriggja skoðana, né því að Aristóteles hafi trúað þeim. Styðst ég þar bæði við eigin lestur og túlkun einhvers þekktasta ritskýranda Aristótelesar í samtímanum, Terry Irwins (1990; 2000). Hvað a) varðar þá felur umfjöllun Aristótelesar (1995) um siðrænu dygðirnar í sér ótal skírskotanir til altækra sanninda um fólk og mannkosti þess: hugrekki, hófstillingu og þar fram eftir götum. Þegar hann tekur dæmi er þeim ekki lýst sem einstökum í sinni röð heldur þvert á móti sem dæmum um altækari sannindi. Það að slík sannindi eigi ekki við um öll möguleg dæmi kann fyrst og fremst að vera til marks um að altæk sannindi, hjá Aristótelesi, höfði fremur til eðlis- bundinna viðmiða en einberrar tíðni (sjá áður). Vissulega samræmist það vel aðferð Aristótelesar að telja altæku sannindin upphaflega runnin frá einstökum dæmum, en það merkir ekki að þau séu einungis samsuða slíkra dæma og sífelldum breytingum undirorpin eftir því sem fleiri ólík tilfelli verða á vegi okkar. Líku máli gegnir um b): Þótt Aristóteles segi að fronēsis byggist á hinu einstaka og beinist að skynjun (1995, II, bls. 81–82 [1142a]) þá kveður slíkt ekki endilega á um þekkingarfræðilegan forgang skynjunar. Einfaldari túlkun á orðum hans væri sú að þótt almennar siðferðisskoðan- ir, sem leiða af sér boð um breytni við allar mögulegar aðstæður, séu röklega hugsan- legar þá yrðu þær svo flóknar að engin takmörkuð vera, á borð við okkur menn, gæti í raun lært þær allar. Því sé skynsamlegra að reyna að þroska með sér siðferðilega glöggskyggni, næmi fyrir hinu einstaka, sem geti ráðið okkur heilt við sem flestar mögulegar aðstæður. Hvað c) varðar þá hefur Slote (1992, bls. 89) fært að því sann- færandi rök að hinn siðvitri (fronimos) fylgi viðeigandi mælikvörðum um rétta athöfn og tilfinningu af því að þeir séu viðeigandi; þeir verði ekki viðeigandi fyrir þá sök eina að hinn siðvitri fylgi þeim. Ástæðan fyrir því að ég er sammála Slote er sú að Aristóteles skirrist ekki við að útskýra hvers vegna tiltekin breytni sé rétt við tiltekn- ar aðstæður; hann vísar ekki bara til hins siðvitra og þess sem hann myndi gera. Jafn- vel þótt erfitt sé „að svara slíkum spurningum af nákvæmni“ þá er, að sögn Aristótel- esar, „vert að leggja eitthvað af mörkum“ í þeim efnum (1995, I, bls. 255, II, bls. 193 K R I S T J Á N K R I S T J Á N S S O N 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.