Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 146

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 146
Fjárhagsvandi Háskóla Íslands Þrátt fyrir að Háskóli Íslands hafi eflst sem rannsóknarháskóli á undanförnum árum er hann í alvarlegri fjárhagskreppu vegna lágra og lækkandi fjárveitinga. Þannig er framlag ríkisins til skólans á hvern nemanda nú lægri upphæð en árið 1999 þegar reiknilíkan vegna kennslu var innleitt, en líkanið átti að rétta við fjárhag Háskólans með því að tengja fjárframlög almennu mati á kostnaði við starfsemi einstakra há- skóladeilda. Vandinn undanfarin ár stafar m.a. af því að í reiknilíkaninu er launastika sem áætlar föst meðallaun kennara. Þessi launastika hefur sigið jafnt og þétt gagnvart greiddum föstum meðallaunum í Háskólanum og munar nú rúmlega 100 þúsund krónum á mánuði miðað við fullt kennarastarf (Ólafur Þorsteinsson, 2005). Þá er í gildi kennslusamningur milli menntamálaráðuneytisins og Háskólans á grundvelli reiknilíkansins og sá samningur greiðir ekki fyrir alla þá stúdenta sem óska inngöngu í Háskólann og honum er gert að taka til náms. Nú eru rúmlega 500 virkir nemend- ur í skólanum umfram kennslusamninginn og hefur skólinn ekki fengið fjárveitingu frá stjórnvöldum fyrir kennslu vegna þeirra (Ólafur Þorsteinsson, 2005). Þá hefur fjár- veiting ríkisins til rannsókna við Háskólann farið lækkandi á undanförnum árum (Ingjaldur Hannibalsson, 2004). Háskólinn hefur brugðist við þessari stöðu með því að fella niður valnámskeið, bjóða ekki ný námskeið í ýmsum greinum, stækka fyrir- lestra, skera niður umræðutíma í smærri hópum, draga úr yfirvinnu fastráðinna kennara við kennslu, ráða stundakennara í stað þess að auglýsa fastar kennarastöður, og draga úr greiðslum fyrir verkefna- og prófvinnu. Augljóst er að þessi fjár- hagskreppa Háskólans getur ekki gengið lengur. Hér kemur auðvitað að fjárhagslegri ábyrgð stjórnvalda. Framlag stjórnvalda til háskólamenntunar í landinu er lægra en gengur og gerist meðal nágrannalanda og er undir meðaltali OECD ríkjanna (Ríkis- endurskoðun, 2004, bls. 48). Á sama tíma hafa stjórnvöld dreift takmörkuðu opinberu fé á margar litlar háskólastofnanir. Þessi stefna má segja að ógni nú þegar gæðum há- skólastarfs í landinu. Stefnan bitnar helst á Háskóla Íslands, enda stendur hann fyrir ýmsum smærri og dýrari námsleiðum sem aðrir skólar hafa getað komið sér undan að bjóða, um leið og Háskólinn stendur fyrir viðamiklu framhaldsnámi sem er í eðli sínu dýrara en grunnnám eins og viðurkennt er meðal nágrannalanda (Ríkisendur- skoðun, 2004), þó stjórnvöld hafi enn ekki viðurkennt sérstöðu framhaldsnámsins með sérstöku reiknilíkani. (Greiðslur fyrir meistara- og doktorsnám fara að mestu fram samkvæmt almennu líkani grunnáms). Mat og eftirlit með gæðum háskóla Rammalög um háskólastigið frá 1997 gera ráð fyrir að yfirstjórn í innri málefnum há- skóla, þar með talið í gæðamálum, sé falin háskólaráði (11. grein). Rektor er yfirmað- ur skólans, hefur ákvörðunarvald í umboði háskólaráðs, og skal hafa frumkvæði að stefnumörkun skólans og eftirliti með starfsemi hans, þar með talið gæðum starfsem- innar (15. grein). Því mætti kalla rektor gæðastjóra hvers háskóla. Á sama hátt eru deildarforsetar gæðastjórar háskóladeildanna. Ytra eftirlit með gæðum háskóla er í höndum menntamálaráðherra (sbr. 4. og 5. grein). Menntamálaráðherra skal setja reglur um það hvernig háskólar haga eftirliti með gæðum kennslu og hæfni kennara. G Æ Ð A V A N D I Í S L E N S K R A H Á S K Ó L A 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.