Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 10
mönnum því með nokkrum rétti legið á hálsi fyrir að vera ný-hegelskir fremur en ný-
aristótelískir, auk þess sem fylgjendur heimspekingsins góðkunna, Jürgens
Habermas, og fleiri bregða þeim um skaðvæna íhaldssemi og úrvalshyggju (t.d.
Schnädelbach, 1987/1988; sjá einnig Vilhjálm Árnason, 2003, um skylt efni). Það sem
einatt gleymist þegar eþos-viðhorfinu er beitt á menntamál er áhersla Aristótelesar á
logos (skynsamlega umræðu) og telos (markmið) sem óháð eru tiltekinni skólamenn-
ingu eða hefð.
Annað afbrigði ný-aristótelisma í menntamálum er logos-viðhorfið. Það á líklega
rætur að rekja til margívitnaðs ávarps T. F. Greens (1976), þáverandi forseta alþjóða-
samtaka um menntaheimspeki. Í því benti Green á hvernig nýta mætti greinargerð
Aristótelesar fyrir svokölluðum verklegum rökhendum (practical syllogisms) til að
skýra, og vonandi betrumbæta, hugsanaferli kennara og nemenda: ljá þeim tæki til
að hugsa af skynsamlegu viti um markmið og leiðir menntunar. Þetta logos-viðhorf
endurómaði í mörgum ritgerðum á 9. og fram á 10. áratug 20. aldar, í tímaritum á
borð við Educational Theory og Journal of Curriculum Studies (sjá t.d. Orton, 1998), en
það hefur nú að mestu gufað upp eða runnið inn í þriðja afbrigðið af ný-aristótelisma.
Þetta þriðja afbrigði, fronēsis-praxis-viðhorfið (er ég mun eftirleiðis skammstafa
„FPV“), fælist allar einfaldar skilgreiningar enda er það flóknara og víðfeðmara en
hin tvö. Engu að síður eru vinsældir þess miklar, ekki síst í Bretlandi og á Norður-
löndunum þar sem segja má að hálfgert FPV-æði hafi runnið á menntahugsuði
síðustu árin: æði sem ekki hefur látið aðrar „hagnýtar“ fræðigreinar, svo sem læknis-
list og hjúkrunarfræði, ósnortnar heldur. Ég mun einbeita mér að þessu tiltekna af-
brigði ný-aristótelisma í þessari ritgerð og styðst þar aðallega við verk tveggja for-
sprakka FPV: Josephs Dunne, sem ritaði viðamikla bók um Aristóteles og sporgöngu-
menn hans í nútímanum (1993; sjá líka 1999), og Wilfreds Carr, er lagt hefur mörg lóð
á vogarskálar FPV í skrifum sínum og meira að segja reynt að hleypa af stokkunum
„hagnýtri“ menntaheimspeki í anda þessa viðhorfs (1995; 2004; sjá einnig Carr og
Kemmis, 1986).
HVERS VEGNA FRONĒSIS-PRAXIS VIÐHORF?
Meginhvötin að baki FPV virðist sú að ganga milli bols og höfuðs á einu elsta vanda-
máli menntunarfræða: hinu viðsjála sambandi kenningar og starfs. Hvernig skila
kenningar um kennslu sér í starfi kennarans og að hve miklu leyti mótar slíkt starf
kenningar um kennslu? Lausnin felst í að endurtúlka – aftengja eða upphefja –
tvískiptinguna sem vandinn veltur á, með hliðsjón af aristótelískum hugmyndum. Í
sem fæstum orðum snúast þær hugmyndir um þrenns konar hugsunarhætti (dianoia)
mannsins þar sem hver háttur á sína eðlislægu undirstöðu og sína eðlislægu verkn-
aðarmynd. (Ég fylgi hér hinni hefðbundnu einföldun forsvarsmanna FPV; umfjöllun
Aristótelesar um þær hneigðir [hexeis] sálarinnar sem gera henni kleift að nálgast
sannleikann er talsvert margbrotnari: 1995, II, bls. 64–76 [1139a–1141a].) Þessir þrír
hugsunarhættir eru í fyrsta lagi þeôria (bókvit, fræðileg hugsun) sem tengist episteme
(sannri þekkingu, ekki bara skoðun) og leiðir til nous (skilnings) eða sophia (speki); í
E R K E N N S L A P R A X I S ?
10