Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 10

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 10
mönnum því með nokkrum rétti legið á hálsi fyrir að vera ný-hegelskir fremur en ný- aristótelískir, auk þess sem fylgjendur heimspekingsins góðkunna, Jürgens Habermas, og fleiri bregða þeim um skaðvæna íhaldssemi og úrvalshyggju (t.d. Schnädelbach, 1987/1988; sjá einnig Vilhjálm Árnason, 2003, um skylt efni). Það sem einatt gleymist þegar eþos-viðhorfinu er beitt á menntamál er áhersla Aristótelesar á logos (skynsamlega umræðu) og telos (markmið) sem óháð eru tiltekinni skólamenn- ingu eða hefð. Annað afbrigði ný-aristótelisma í menntamálum er logos-viðhorfið. Það á líklega rætur að rekja til margívitnaðs ávarps T. F. Greens (1976), þáverandi forseta alþjóða- samtaka um menntaheimspeki. Í því benti Green á hvernig nýta mætti greinargerð Aristótelesar fyrir svokölluðum verklegum rökhendum (practical syllogisms) til að skýra, og vonandi betrumbæta, hugsanaferli kennara og nemenda: ljá þeim tæki til að hugsa af skynsamlegu viti um markmið og leiðir menntunar. Þetta logos-viðhorf endurómaði í mörgum ritgerðum á 9. og fram á 10. áratug 20. aldar, í tímaritum á borð við Educational Theory og Journal of Curriculum Studies (sjá t.d. Orton, 1998), en það hefur nú að mestu gufað upp eða runnið inn í þriðja afbrigðið af ný-aristótelisma. Þetta þriðja afbrigði, fronēsis-praxis-viðhorfið (er ég mun eftirleiðis skammstafa „FPV“), fælist allar einfaldar skilgreiningar enda er það flóknara og víðfeðmara en hin tvö. Engu að síður eru vinsældir þess miklar, ekki síst í Bretlandi og á Norður- löndunum þar sem segja má að hálfgert FPV-æði hafi runnið á menntahugsuði síðustu árin: æði sem ekki hefur látið aðrar „hagnýtar“ fræðigreinar, svo sem læknis- list og hjúkrunarfræði, ósnortnar heldur. Ég mun einbeita mér að þessu tiltekna af- brigði ný-aristótelisma í þessari ritgerð og styðst þar aðallega við verk tveggja for- sprakka FPV: Josephs Dunne, sem ritaði viðamikla bók um Aristóteles og sporgöngu- menn hans í nútímanum (1993; sjá líka 1999), og Wilfreds Carr, er lagt hefur mörg lóð á vogarskálar FPV í skrifum sínum og meira að segja reynt að hleypa af stokkunum „hagnýtri“ menntaheimspeki í anda þessa viðhorfs (1995; 2004; sjá einnig Carr og Kemmis, 1986). HVERS VEGNA FRONĒSIS-PRAXIS VIÐHORF? Meginhvötin að baki FPV virðist sú að ganga milli bols og höfuðs á einu elsta vanda- máli menntunarfræða: hinu viðsjála sambandi kenningar og starfs. Hvernig skila kenningar um kennslu sér í starfi kennarans og að hve miklu leyti mótar slíkt starf kenningar um kennslu? Lausnin felst í að endurtúlka – aftengja eða upphefja – tvískiptinguna sem vandinn veltur á, með hliðsjón af aristótelískum hugmyndum. Í sem fæstum orðum snúast þær hugmyndir um þrenns konar hugsunarhætti (dianoia) mannsins þar sem hver háttur á sína eðlislægu undirstöðu og sína eðlislægu verkn- aðarmynd. (Ég fylgi hér hinni hefðbundnu einföldun forsvarsmanna FPV; umfjöllun Aristótelesar um þær hneigðir [hexeis] sálarinnar sem gera henni kleift að nálgast sannleikann er talsvert margbrotnari: 1995, II, bls. 64–76 [1139a–1141a].) Þessir þrír hugsunarhættir eru í fyrsta lagi þeôria (bókvit, fræðileg hugsun) sem tengist episteme (sannri þekkingu, ekki bara skoðun) og leiðir til nous (skilnings) eða sophia (speki); í E R K E N N S L A P R A X I S ? 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.