Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 125

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 125
Uppe ld i og menn tun B Ö R K U R H A N S E N 14. árgangur 1 . he f t i , 2005 Háskólar á Íslandi Frá sundurgreiningu til samhæfingar Hugtakið háskólastig er jafnan notað til að lýsa þeirri spildu í skipuriti íslenska menntakerfisins sem nær yfir háskólastofnanir. Á sama hátt eru hugtökin leikskóla- stig, grunnskólastig og framhaldsskólastig sambærileg fyrir skólastofnanir á öðrum skólastigum. Hugtakið háskólastig varð mikilvægt í skipulagi og stjórnun mennta- kerfisins þegar fleiri stofnanir en Háskóli Íslands fengu starfsleyfi sem háskóla- stofnanir en fyrir þann tíma var hugtakið nánast óþarft. Hlutfallslega margar háskólastofnanir eru starfandi um þessar mundir hér á landi miðað við mannfjölda og ef dæma má af umræðum í fjölmiðlum og á Alþingi er þrýst á um að stofna fleiri. Árið 2005 munu alls vera átta sjálfstæðar stofnanir sem stjórnskipulega tilheyra háskólastiginu og oft heyrist að nóg sé komið. Margar núverandi háskólastofnana voru settar á laggirnar á síðustu árum og áratugum, sumar vegna þróunar og skipu- lagsbreytinga á skólum á ýmsum sérsviðum, aðrar urðu til sem nýjar stofnanir. Í þessu greinarkorni ætla ég að velta fyrir mér nokkrum atriðum sem tengjast þróun háskólastigsins. Átta háskólastofnanir er vissulega há tala í landi þar sem búa um 300 þúsund manns. Þessi tala er í vissum skilningi villandi því þegar rætt er um háskólastofnanir á Íslandi er hugtakið háskóli jafnan notað sem samheiti yfir allar gerðir háskóla- stofnana. Alþjóðlegt enskt heiti yfir háskóla er „university“ og er þá átt við háskóla sem skiptist í margar deildir á margvíslegum fræðasviðum. Önnur hugtök eru jafnan notuð til að lýsa háskólastofnunum sem starfa á einu sviði. Yfir slíkar stofnanir eru notuð hugtök eins og „school“, „college“ eða „institute“ og er þá yfirleitt bætt við heitið því sviði sem um ræðir. Hér á landi er ekki gerður greinarmunur með þessum hætti og hugtakið háskóli jafnan notað yfir allar gerðir háskólastofnana, hvort sem þær taka til eins fræðasviðs eða margra. Þessi málhefð skapast líklega af því að ekkert íslenskt hugtak lýsir þessum mun á gagnsæjan hátt. Segja má að greinandi hugtök í þessu sambandi séu ekki nauðsynleg þar sem um sambærilega starfsemi er að ræða í öllum þessum stofnunum, þ.e. boðið er upp á nám til alþjóðlegra viðurkenndra námsgráða og stundaðar rannsóknir á við- komandi sviði eða sviðum. Vandinn kemur upp á yfirborðið þegar draga þarf upp mynd af háskólastiginu á Íslandi fyrir útlendinga en þá er gjarnan sagt að það séu átta háskólar (universities) á Íslandi. Miðað við ofangreinda skilgreiningu er það ekki rétt hugtakanotkun. Án vafa flokkast Háskóli Íslands sem „university“ og líklega Há- skólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík. Hinir „háskólarnir“ fimm eru frekar „schools“, „colleges“ eða „institutes“ enda allir með eitt svið sem meginviðfangsefni. 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.