Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 125
Uppe ld i og menn tun B Ö R K U R H A N S E N
14. árgangur 1 . he f t i , 2005
Háskólar á Íslandi
Frá sundurgreiningu til samhæfingar
Hugtakið háskólastig er jafnan notað til að lýsa þeirri spildu í skipuriti íslenska
menntakerfisins sem nær yfir háskólastofnanir. Á sama hátt eru hugtökin leikskóla-
stig, grunnskólastig og framhaldsskólastig sambærileg fyrir skólastofnanir á öðrum
skólastigum. Hugtakið háskólastig varð mikilvægt í skipulagi og stjórnun mennta-
kerfisins þegar fleiri stofnanir en Háskóli Íslands fengu starfsleyfi sem háskóla-
stofnanir en fyrir þann tíma var hugtakið nánast óþarft. Hlutfallslega margar
háskólastofnanir eru starfandi um þessar mundir hér á landi miðað við mannfjölda
og ef dæma má af umræðum í fjölmiðlum og á Alþingi er þrýst á um að stofna fleiri.
Árið 2005 munu alls vera átta sjálfstæðar stofnanir sem stjórnskipulega tilheyra
háskólastiginu og oft heyrist að nóg sé komið. Margar núverandi háskólastofnana
voru settar á laggirnar á síðustu árum og áratugum, sumar vegna þróunar og skipu-
lagsbreytinga á skólum á ýmsum sérsviðum, aðrar urðu til sem nýjar stofnanir. Í
þessu greinarkorni ætla ég að velta fyrir mér nokkrum atriðum sem tengjast þróun
háskólastigsins.
Átta háskólastofnanir er vissulega há tala í landi þar sem búa um 300 þúsund
manns. Þessi tala er í vissum skilningi villandi því þegar rætt er um háskólastofnanir
á Íslandi er hugtakið háskóli jafnan notað sem samheiti yfir allar gerðir háskóla-
stofnana. Alþjóðlegt enskt heiti yfir háskóla er „university“ og er þá átt við háskóla
sem skiptist í margar deildir á margvíslegum fræðasviðum. Önnur hugtök eru jafnan
notuð til að lýsa háskólastofnunum sem starfa á einu sviði. Yfir slíkar stofnanir eru
notuð hugtök eins og „school“, „college“ eða „institute“ og er þá yfirleitt bætt við
heitið því sviði sem um ræðir. Hér á landi er ekki gerður greinarmunur með þessum
hætti og hugtakið háskóli jafnan notað yfir allar gerðir háskólastofnana, hvort sem
þær taka til eins fræðasviðs eða margra.
Þessi málhefð skapast líklega af því að ekkert íslenskt hugtak lýsir þessum mun á
gagnsæjan hátt. Segja má að greinandi hugtök í þessu sambandi séu ekki nauðsynleg
þar sem um sambærilega starfsemi er að ræða í öllum þessum stofnunum, þ.e. boðið
er upp á nám til alþjóðlegra viðurkenndra námsgráða og stundaðar rannsóknir á við-
komandi sviði eða sviðum. Vandinn kemur upp á yfirborðið þegar draga þarf upp
mynd af háskólastiginu á Íslandi fyrir útlendinga en þá er gjarnan sagt að það séu
átta háskólar (universities) á Íslandi. Miðað við ofangreinda skilgreiningu er það ekki
rétt hugtakanotkun. Án vafa flokkast Háskóli Íslands sem „university“ og líklega Há-
skólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík. Hinir „háskólarnir“ fimm eru frekar
„schools“, „colleges“ eða „institutes“ enda allir með eitt svið sem meginviðfangsefni.
125