Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 59

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 59
Þá er trúlegt að breytingar og þróun undanfarin ár í leikskólaumhverfinu ásamt nýjum hugtökum um starfshætti innan leikskólanna hafi komið fram sem óöryggi hjá starfsmönnum þegar kom að skólanámskrárgerðinni. Starfsmenn tala um ný nöfn á gömlum viðfangsefnum en skýrast koma þessi áhrif fram hjá leikskólastjóranum sem talar um að með nýjum hugtökum sé eins og ákveðin þekking sé tekin frá henni og tilkoma þeirra fái hana jafnvel til að efast um eigin þekkingu. Rodd (1998) segir að breytingar í stofnunum geti haft víðtæk áhrif á þá sem í þeim standa eða þær snerta. Það er ekki óalgengt að fólk bregðist við breytingum með kvíða, óöryggi og streitu, jafnvel þeir sem eru sáttir við þær. Niðurstöður sýna að í þessum leikskóla leggja starfsmenn þá merkingu í hugtakið að skólanámskrá sé allt það sem unnið er með börnunum í leikskólanum og birtist hún í öllu daglegu starfi að þeirra mati. Guðrún leikskólakennari sagði t.d: Það er í raun og veru bara sagt í henni hvað við erum að gera, ég get eiginlega ekki orðað það öðruvísi, vegna þess að allt sem stendur í námskránni er það sem við erum nákvæmlega að gera hér á daginn og heilu vikurnar, ekkert öðruvísi. En þrátt fyrir óöryggi í upphafi vinnunnar kemur fram jákvæð afstaða hjá starfs- mönnum til skólanámskrár og þýðingar hennar fyrir leikskólastarfið í heild. Þeir segja að námskráin samræmi starfið innan leikskólans, geri það sýnilegra og útskýri fyrir hvað leikskólinn stendur. Þeir telja að með tilkomu skólanámskrár séu þeir með- vitaðri um starf sitt og hún styrki þá í að vinna að stefnu leikskólans. Hún auðveld- ar þeim að rökstyðja starfið og gerir nýjum starfsmönnum auðveldara að hefja störf í leikskólanum. Ekki síst leggja þeir áherslu á þýðingu skólanámskrár þegar kemur að foreldrasamstarfi. Annars vegar er hún tæki til að upplýsa foreldra um starf leik- skólans og hins vegar hjálpartæki í foreldraviðtölum. Einnig er bent á þýðingu skóla- námskrár í tengslum við faglega umræðu um leikskóla almennt í þjóðfélaginu. Starfsmenn tala ekki um námskrána sem stjórntæki en leikskólastjóri lítur á handbók- ina sem stjórntæki, en hafa verður í huga að skólanámskráin er nýtilkomin. Sjá má að reynsla starfsmanna og viðhorf til skólanámskrár eru þau sömu og sett eru fram í Aðalnámskrá leikskóla (Menntamálaráðuneytið, 1999) um hlutverk skólanámskrár sem felst m.a. í því að gera starfið sýnilegra og markvissara, veita yfirsýn yfir for- sendur í rekstri leikskólans og uppeldisstarfi og auðvelda samstarf við foreldra. Hvaða leiðir fer starfsfólk til að sameinast um inntak skólanámskrár? Sú viðtekna hugmynd innan leikskólafræðanna að börnum sé hollast að læra af því að leika sér (Katz og Chard, 2000) og að leikskólafræði séu fremur þroskamiðuð en fagmiðuð (Menntamálaráðuneytið, 1999) er ríkjandi þegar starfsmenn skilgreina hugtakið skólanámskrá. Þeir líta svo á að skólanámskrá í leikskóla byggi á hefð- bundnum hugmyndum um uppeldis- og menntastarf í leikskólum og þeim starfs- háttum sem þar tíðkast. Við gerð námskrár leikskólans var byggt á þeim grunni og því efni sem var til í leikskólanum en ekki innleiddar nýjar hugmyndir. Ferill námskrárgerðarinnar fólst því í að skilgreina og flokka starfið í leikskólanum, I N G V E L D U R H R Ö N N B J Ö R N S D Ó T T I R 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.