Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 117

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 117
UMRÆÐA Af því sem hér hefur verið rakið má sjá að allir starfendahóparnir sem leitað var álits hjá hafa skoðanir á þeim atriðum sem til umræðu eru. Þess ber að gæta að í viðtölum þar sem rætt er við 2–3 úr hverjum hópi er ekki reynt að alhæfa neitt um skoðanir hópsins í heild heldur ber að líta svo á að viðmælendur túlki fyrst og fremst eigin skoðanir og viðhorf. Um spurningalista gegnir öðru máli, þar sem hann var lagður fyrir heildarhópinn. Þegar litið er á svörin við þeim þremur temum sem hér eru til umfjöllunar vekur eftirfarandi athygli: Í viðtölum nefna nemendur að kennarinn ráði miklu um námsgengi og svo hæfi- leikar til náms. Þeir telja að áhugi í námi skipti miklu máli, þar hefur kennarinn trú- lega veruleg áhrif og að leiðinleg kennsla sé oft ástæða fyrir lélegum námsárangri. Þorri starfsfólks, og þar eru kennarar í meirihluta, virðist ekki þeirrar skoðunar að gæði kennslunnar skipti meginmáli fyrir námsárangur. Þeir vilja leita skýringa á lélegum námsárangri í takmörkuðum hæfileikum nemandans og ónógum áhuga og stuðningi foreldra. Hvort tveggja eru þættir sem skólinn hefur ekki mikil tök á að stýra. Meirihluti foreldra er þeirrar skoðunar að starf kennarans skipti meginmáli. Í við- tölum álíta þeir hæfni kennarans og gæði kennslu skipta sköpum. Í spurningalista nefna þeir leiðinlega kennslu sem líklegustu skýringu á ónógum námsárangri og erfiðar aðstæður heima fyrir skipa annað sæti. Athygli vekur að bæði nemendur og foreldrar nefna leiðinlega kennslu fremur en lélega kennslu enda er líklegt að ef nem- endum leiðist í skólanum hafi það bein áhrif á áhuga þeirra, sem nemendur telja einmitt mikilvægan. Viðmælendur virðast almennt sammála um að námskröfur séu nægar en þeim þurfi að fylgja eftir með góðri kennslu ef árangur eigi að nást. Þó er um 35% starfs- fólks þeirrar skoðunar að námskröfur séu ekki nægar. Fram kemur að þótt náms- kröfur virðist hæfilegar þá séu kannski ekki gerðar nægar kröfur til þeirra nemenda sem eru hæfileikaríkir og einnig er bent á að stilla þurfi kröfum í hóf þegar í hlut eiga nemendur sem eiga erfitt með nám. Mikilvægt sé að sinna öllum nemendum vel og til þess þurfi ýmis skilyrði að vera til staðar. Rétt er að vekja athygli á því að um 30% foreldra telja að námskröfur séu ekki nægar. Nemendur telja eftirsóknarvert að fá góðar einkunnir og finnst flestum að kennar- ar leggi mikla áherslu á að þeir standi sig vel í námi. Foreldrum finnst að einkunnir séu nauðsynlegur þáttur í raunsæju sjálfsmati nemenda en ekki eigi að nota ein- kunnir til að flokka nemendur. Í flestum starfendahópum er sú skoðun ráðandi að hegðun nemenda hafi versnað og agaleysi og ókyrrð sé áberandi í skólum, einkum meðal byrjenda. Foreldrar kenna tíðarandanum um, ekki síst ofbeldisefni í sjónvarpi og starfsmenn virðast flestir á sama máli. Um einelti voru skiptar skoðanir meðal starfenda. Margir, bæði starfsfólk og for- eldrar, töldu vafasamt að einelti væri í raun meira en fyrir nokkrum áratugum, núna væri það komið meira upp á yfirborðið. Greinilega er mikil samstaða um að láta ein- elti ekki viðgangast og oftast er gripið til markvissra aðgerða. J Ó N A S P Á L S S O N , A M A L Í A B J Ö R N S D Ó T T I R O G Ó L A F U R H . J Ó H A N N S S O N 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.