Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 138

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 138
fyrirbæri er skilgreint. Ef þetta togast á, þá er eins og gagnsemin víki fyrir virðing- unni þegar á heildina er litið. En best er ef þetta fer saman. Þannig vinnur ásetningur skólastofnana um að auka virðingarsess sinn, meðal annars með því að flytja sig til í skólakerfinu, með ásetningi nemenda um að fara í nám sem þeir telja í senn hagnýtt og njóta virðingar. Þetta gilti um hríð um starfsnám á framhaldsskólastigi, sem þurfti að lúta í lægra haldi fyrir virðingu háskólanámsins (og þess vegna ljúka mjög margir stúdentsprófi), og skýrir að mínu mati ýmislegt um þróun framhaldsskólans. Á meðan starfsnám á fyrstu stigum háskólanáms hefur þá virðingu í hugum nemenda að þeim finnst að það dugi, þá sækja þeir það og vildu sennilega margir helst að það nægði. En þegar næstu námsgráðu, meistaragráðunni, vex ásmegin fer að fjara undan sjálfstæðu gildi fyrstu háskólagráðunnar og hún verður í huga bæði skólakerf- isins og nemendanna almennur undirbúningur en fólk sækir sér síðan starfsmenntun í annarri háskólagráðu (eða þeirri þriðju?). Þannig sýnist mér þessu vinda fram og tekur það vitaskuld langan tíma. Þetta helst í hendur við sókn háskóladeildanna, ekki síður en nemendanna, í meiri viðurkenningu þannig að þessi tvöfalda sókn í virðingu eykst og hvatningin verður gagnkvæm. Þessir kraftar styðja hvor annan. Ef þessir drifkraftar snerust aðeins um ímynd eða sýndargildi væri sennilega rétt að reyna að sporna við þeim. En það liggur miklu meira að baki. Skýr og sterk efnisleg rök eru fyrir því að efla rannsóknir í háskólum og skapa með því kvikt og frjótt um- hverfi, efla fræðileg og gagnrýnin vinnubrögð og kenna fólki að leita sér nýrrar þekkingar. Jafnframt eru sterk efnisleg rök fyrir því að afla sér sífellt meiri þekkingar sem er bæði á dýptina og breiddina. Það eru góð rök fyrir samfélagið að bjóða upp á mikil tækifæri til menntunar og sömuleiðis fyrir fólk að nýta sér þau. Hér hafa verið færð rök fyrir því að stöðugleiki til langs tíma einkenni vöxt háskólastigsins, ekki aðeins hér á landi heldur einnig í nágrannalöndum okkar. Hann er ekki síst áhugaverður vegna þess að honum er lýst með veldisfalli og slík föll lýsa vel, meðal annars, vexti neyslu. Þótt ég hafi staldrað lengi við þennan stöðugleika er hann samt ekki aðalatriði máls míns, heldur þær ályktanir sem ég dreg af honum um hvers eðlis vöxtur háskólastigsins sé og hvaða kraftar gætu ráðið þar ferðinni. Það er mikilvægt að skilja reglufestuna, stöðugleikann, og velta því fyrir sér hvort þær skýr- ingar á þessari þróun sem ég set hér fram séu jafn mikilvægar og ég læt hér í veðri vaka. Það er stöðugleikinn sem vekur upp efasemdir um að skýringar dugi sem vísa í tíðaranda eða kröfur mjög sveiflukennds atvinnulífs eða breytilegar gjörðir stjórn- málaafla á styttri tímabilum.6 Ég bendi á skýringar sem vísa í sívaxandi sókn fólks eftir þeim gæðum og þeim starfsframa sem menntun býður og hefur einmitt lengi gert þegar á heildina er litið. Einnig bendi ég á skýringar sem vísa í tilhneigingu stofnana til þess að breyta sér, bæði vegna sjálflægs metnaðar og til þess að laða að sér nemendur sem eru næmir fyrir áferð, ímynd og virðingu þeirrar menntunar sem þeir hljóta. Jafnframt tel ég að það sé gagnlegt að skoða samkeppni á milli háskóla og háskóla- deilda í þessu ljósi og einnig þá spurningu hvort rétt sé að sameina margar stofnanir V I Ð H O R F 138 6 Það eru stjórnmálaöflin sem opna möguleikana, greiða fyrir þróuninni, en þau eru ekki drifkraft- urinn og þau stjórna henni aðeins að mjög takmörkuðu leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.