Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 85
Mynd 6 – Tíðni nokkurra atriða námsbóka í umfjöllun um Afríku
Kyn og einstaklingar
Í rannsókn Þorgerðar Þorvaldsdóttur (1996) um hlut kvenna í kennslubókum í sögu
fyrir grunn- og framhaldsskóla kom fram að konur voru í þessum námsbókum mun
síður nafngreindar en karlar. Með aðstoð gátlistans var skoðuð tíðni tilvísana í karla
og konur í tengslum við Afríku. Um 42% bókanna minnast beint á karla og tæp 40%
á konur sem telja má að sé mjög lítill munur. Hér ber þó að hafa í huga að nokkuð
erfitt var að athuga tíðni tilvísana til karla og kvenna þar sem textarnir í heild sinni
eru mjög karllægir að því leyti að oft er vísað í menn sem samheiti karla og kvenna
eins og íslensk málvenja gerir ráð fyrir. Í umfjöllun um Afríku koma einnig fáir ein-
staklingar fram, hvort heldur er ímyndaðir eða raunverulegir, heldur er iðulega talað
um smábændur, konurnar, svertingjana, Keníubúana, Afríkumenn og svo framvegis.
Ástæður þess að sjaldan er minnst á einstaklinga í samhengi við Afríku gæti tengst
því að saga Afríku er sjaldan viðfangsefni grunnskólabóka. Munur á tíðni og eðli til-
vísana til karla og kvenna var skýrari og afdráttarlausari í niðurstöðum myndgrein-
ingarinnar, sem ég hef ekki fjallað um hér.
Ef nafnbirting einstaklinga er hins vegar tekin til athugunar má sjá meiri tilvísun
til karla en kvenna í mörgum bókum. Taka má sem dæmi bókina Samferða um söguna
(Häger 1995) en í henni er töluverð umfjöllun um sögu Afríku fyrir nýlendutímann.
Í tengslum við landafundi og nýlendutímann er minnst á H. M. Stanley, Livingstone,
Leópold II. Belgíukonung, Dag Hammarskjöld og Haile Selassie keisara Eþíópíu.
Einnig er minnst á „forseta Kongó“ og „forsætisráðherra Kongó“ en hvorug(ur) nafn-
greind(ur). Í umfjöllun bókarinnar um söguna nær nútímanum er minnst á C. G. Von
Rosen og Nelson Mandela. Í spurningum í lok kaflans, sem trúlega er ætlað að fá
nemendur til að afla sér upplýsinga út fyrir þær sem finnast í bókinni, er spurt hverj-
ir Nelson Mandela, Albert Luthhuli og Desmond Tutu séu. Öll nöfnin sem hér koma
fram eru augljóslega nöfn karlmanna.
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R
85
Vanþróun
Afríka fyrir nýlendutímann
Aðgreining fólks í kynþætti
Líf í borgum
Hefðbundnir atvinnuvegir
Almennir hefðbundnir lífshættir
0% 20% 40% 60% 80%
51,0%
18,6%
67,0%
7,0%
39,5%
42,0%