Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 85

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 85
Mynd 6 – Tíðni nokkurra atriða námsbóka í umfjöllun um Afríku Kyn og einstaklingar Í rannsókn Þorgerðar Þorvaldsdóttur (1996) um hlut kvenna í kennslubókum í sögu fyrir grunn- og framhaldsskóla kom fram að konur voru í þessum námsbókum mun síður nafngreindar en karlar. Með aðstoð gátlistans var skoðuð tíðni tilvísana í karla og konur í tengslum við Afríku. Um 42% bókanna minnast beint á karla og tæp 40% á konur sem telja má að sé mjög lítill munur. Hér ber þó að hafa í huga að nokkuð erfitt var að athuga tíðni tilvísana til karla og kvenna þar sem textarnir í heild sinni eru mjög karllægir að því leyti að oft er vísað í menn sem samheiti karla og kvenna eins og íslensk málvenja gerir ráð fyrir. Í umfjöllun um Afríku koma einnig fáir ein- staklingar fram, hvort heldur er ímyndaðir eða raunverulegir, heldur er iðulega talað um smábændur, konurnar, svertingjana, Keníubúana, Afríkumenn og svo framvegis. Ástæður þess að sjaldan er minnst á einstaklinga í samhengi við Afríku gæti tengst því að saga Afríku er sjaldan viðfangsefni grunnskólabóka. Munur á tíðni og eðli til- vísana til karla og kvenna var skýrari og afdráttarlausari í niðurstöðum myndgrein- ingarinnar, sem ég hef ekki fjallað um hér. Ef nafnbirting einstaklinga er hins vegar tekin til athugunar má sjá meiri tilvísun til karla en kvenna í mörgum bókum. Taka má sem dæmi bókina Samferða um söguna (Häger 1995) en í henni er töluverð umfjöllun um sögu Afríku fyrir nýlendutímann. Í tengslum við landafundi og nýlendutímann er minnst á H. M. Stanley, Livingstone, Leópold II. Belgíukonung, Dag Hammarskjöld og Haile Selassie keisara Eþíópíu. Einnig er minnst á „forseta Kongó“ og „forsætisráðherra Kongó“ en hvorug(ur) nafn- greind(ur). Í umfjöllun bókarinnar um söguna nær nútímanum er minnst á C. G. Von Rosen og Nelson Mandela. Í spurningum í lok kaflans, sem trúlega er ætlað að fá nemendur til að afla sér upplýsinga út fyrir þær sem finnast í bókinni, er spurt hverj- ir Nelson Mandela, Albert Luthhuli og Desmond Tutu séu. Öll nöfnin sem hér koma fram eru augljóslega nöfn karlmanna. K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R 85 Vanþróun Afríka fyrir nýlendutímann Aðgreining fólks í kynþætti Líf í borgum Hefðbundnir atvinnuvegir Almennir hefðbundnir lífshættir 0% 20% 40% 60% 80% 51,0% 18,6% 67,0% 7,0% 39,5% 42,0%
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.