Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 33

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 33
Á undanförnum áratugum hafa þau viðhorf verið ríkjandi að einstaklingurinn sé virkur gerandi í eigin námi og þroska. Kenning Piagets lagði grunn að þessum við- horfum en hann leit svo á að börn byggðu upp eigin þekkingu í víxlverkandi sam- skiptum sínum við umhverfið. Vygotsky deilir með Piaget viðhorfum til virkni ein- staklingsins, en hann lítur á félagsleg samskipti og menningu sem grundvöll náms, og á nám sem forsendu þroska einstaklinga. Seinni tíma rannsóknir hafa einnig stutt þau sjónarmið að nám barna tengist félagslegum og menningarlegum aðstæðum (Rogoff, 1990); þroski barna er t.d. ekki eins algildur þvert á menningarsvæði eins og Piaget gerði ráð fyrir. Til að skilja hvernig nám fer fram nægir ekki að skoða hvað gerist innra með einstaklingunum. Námið á sér stað í félags- og menningarbundnu samhengi sem setur mark sitt á allt námsferlið. Námshvötin er ekki einungis háð innra ástandi, þ.e. virkni einstaklinga og upplifun þeirra af eigin hæfni (Bandura, 1997; Deci, 1975); hún er samofin félags- legum og menningarlegum þáttum. Hugtakið námssamfélag (learning community; sbr. Edwards o.fl., 2002) hefur til dæmis verið notað til að undirstrika að félagsleg samskipti og menning skapa rými fyrir og efla áhuga einstaklinga á námi. Samkvæmt kenningum félagslegrar hugsmíðahyggju verður nám einstaklinga ekki slitið úr tengslum við það samfélag sem námið fer fram í; námið er háð þeim hugsunarhætti og venjum sem felast í menningunni og tungumálinu (Vygotsky, 1989, 1978). Hvert menningarsamfélag leggur börnum og fullorðnum til tæki til vitsmuna- legrar aðlögunar. Til dæmis eru aðferðir fólks við að halda utan um upplýsingar og til að leggja eitthvað á minnið annars konar núna en fyrir einni eða kannski aðeins hálfri öld. Sem dæmi má taka að þá orti fólk vísur til að halda upplýsingum til haga, og lærði vísur til að leggja upplýsingar á minnið. Nútímafólk notar yfirleitt annars konar leiðir, m.a. leiðir sem tengjast tæknivæðingu nútímans. Það þróar með sér annars konar tungumál, hugsun og þekkingu en forfeðurnir. Námið felur í sér aðlög- un að menningu samtímans og jafnframt möguleika á þátttöku í menningunni og þróun hennar. Tungumálið skipar veigamikinn sess í náminu samkvæmt þessum kenningum (Vygotsky, 1989). Hugtökin eru eins konar verkfæri sem gera okkur kleift að hugsa um það sem við upplifum og til að tjá okkur í samskiptum við aðra. Vygotsky gerir greinarmun á tvenns konar hugtökum; sjálfsprottnum hugtökum sem lærast í dag- legu lífi og athöfnum, og fræðilegum hugtökum sem eru afsprengi menningarinnar. Fræðileg hugtök eru notuð til að túlka fyrirbæri, flokka og útskýra og þarfnast sér- stakra skilgreininga. Sem dæmi má nefna hugtökin nafnorð og sagnorð, andheiti og samheiti, og einnig hugtök sem kennaranemar glíma við á námskeiði í sálfræði, skema og skilyrðing. Þessi tvenns konar hugtök lærast á ólíkan hátt og tengsl milli orðs og inntaks eru ólík. Sjálfsprottnu hugtökin verða sjálfkrafa hluti af vitund okk- ar vegna þess að þau tengjast beint hlutum, skynjunum og daglegri reynslu og lær- ast í athöfnum, störfum, í leik og í samskipum við aðra. Fræðilegu hugtökin eru flóknari, og þau innhverfast smátt og smátt í vitund okkar. Einstaklingur sem leitast við að skilja fræðilegt orð sem hann þekkir ekki verður að glíma við merkingu þess – t.d. í samræðum við aðra – og tengja hana við önnur hugtök sem hann þekkir (Vygotsky, 1989). Þessi innri vinna leiðir til þess að orðið fær smátt og smátt R A G N H I L D U R B J A R N A D Ó T T I R 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.