Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 115

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 115
Í skólanum í sjávarþorpi eru foreldrar mjög á sama máli og nemendur, þ.e. náms- kröfur almennt ekki of litlar en beinist ekki að þeim nemendum sem geti mætt þeim. Þeir telja að vandinn sé sá að öllum sé þröngvað í sama „kennslupakkann“ og það leiði til þess að árangur verði minni hjá öllum. Of mikil áhersla sé á að allir séu eins, en „það eru ekki allir eins“. Foreldrar kvarta um agaleysi í samfélaginu og lélegan vinnufrið í bekkjum. Í sveitaskólanum eru foreldrar mjög á sama róli í sínum viðhorfum og nemendur. Þeir segja að ekki skorti á formlegar námskröfur frá kennurum eða í námskrá, vand- inn sé að fylgja kröfunum eftir á árangursríkan hátt. Þeir binda vonir um aukinn námsárangur helst við vandaðri og betri kennslu, meiri aga og aðhald frá skóla og kennurum en gleymdu þó ekki að nefna heimili og foreldra í þessu dæmi. Í þéttbýlisskólanum telja kennarar að námskröfur séu nægar, einkum á yngsta og miðstigi skólans. Kennarar eru hlynntir samræmdum prófum en í hófi þó og lýstu sig andvíga prófum í 4. bekk. Kennarar í skólanum í sjávarþorpinu hafna því alfarið að þeir geri ekki kröfur til nemenda. Þeir draga í efa réttmæti mælinga á námsárangri eftir samræmdum prófum eða samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og síðan samanburði á þeim grunni milli byggða og heimshluta. Kennarar telja námsárangur mest kominn undir tvennu: Áhuga foreldra og metnaði og hins vegar gæðum kennslunnar. Jákvætt samspil á þessum grunni milli skóla og heimilis ráði svo úrslitum. Árangur sé þannig mikið kominn undir menntun foreldra og samfélagsgerðinni. Í sveitaskól- anum er kennurum aftur á móti efst í huga ýmis atriði sem dregið gætu úr námsár- angri, of margir nemendur í bekk og nemendur misvel til náms fallnir. Þeim er líka ljóst að vinnufrið skortir í sumum bekkjum og nefna aðhaldsleysi heima fyrir og í samfélaginu yfirleitt. Í þéttbýlisskólanum álíta aðrir starfsmenn en kennarar að það þurfi að gera meiri kröfur í námi, einkum til þeirra sem rísa undir þeim. Þessir starfsmenn deila þeirri skoðun með foreldrum að ekki beri að lengja skólaárið og einnig eru þeir algerlega andvígir samræmdum prófum í 4. bekk, sem þeir segja að valdi miklum kvíða hjá börnunum. Í skólanum í sjávarþorpi telja aðrir starfsmenn en kennarar að formlegar námskröfur séu sjálfsagt nægilegar en gera þurfi meiri kröfur til þeirra nemenda sem skara fram úr. Þeir eru, líkt og aðrir, andvígir því að gerðar séu sömu kröfur til allra. Agaleysi er að þeirra mati áberandi í samfélaginu, reglufestu áfátt og aðhald foreldra of lítið. Próf og einkunnir telja þeir bæði æskilega og nauðsynlega þætti. Í sveitaskól- anum eru aðrir starfsmenn en kennarar einnig á þeirri skoðun að námskröfum sé ekki nægilega fylgt eftir þótt þær séu formlega til staðar. Þeir sjá úrbætur helst í aukinni heimavinnu, meira aðhaldi og bættum vinnufriði í bekkjum. Stjórnendur í þéttbýlisskólanum vekja athygli á að krafan um að mæta þörfum allra nemenda sé nánast óframkvæmanleg í stórum blönduðum bekkjum. Stefna skólans sé að auka einstaklingsmiðaða kennslu og stjórnendur leggja áherslu á að samstarf við heimilin sé meginforsenda þess að góður árangur náist í skóla. Þeir lýsa andstöðu við lengingu skólaársins. Í skólanum í sjávarþorpinu taka skólastjórnendur undir flest sjónarmið foreldra og fleiri viðmælenda um að námskröfur séu að því leyti of litlar að þær beinist ekki að nemendum sem vel séu færir um að mæta þeim. Reynt sé að þjónusta allan bekkinn, það sama fyrir alla. Stefna skólans nú er að efla einstaklings- J Ó N A S P Á L S S O N , A M A L Í A B J Ö R N S D Ó T T I R O G Ó L A F U R H . J Ó H A N N S S O N 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.