Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 50
Engar rannsóknir eru til um skólanámskrárgerð í leikskólum á Íslandi svo mér sé
kunnugt og lék mér því forvitni á að vita hvernig starfsfólk leikskólanna túlkar hug-
takið skólanámskrá og hvaða leiðir það fer við að semja hana. Til að ná því markmiði
lagði ég fram fjórar rannsóknarspurningar: Hvaða merkingu leggur starfsfólk leik-
skóla í hugtakið skólanámskrá? Hvaða leiðir fer starfsfólk til að sameinast um inntak
skólanámskrár? Hvernig verður skólanámskrá virk í leikskólastarfi? Hvernig birtast
styrkleikar og veikleikar við gerð skólanámskrár og framkvæmd hennar?
HUGTAKIÐ NÁMSKRÁ
Fræðileg nálgun rannsóknarinnar byggir á skilgreiningum á hugtakinu námskrá og
leitast er við að tengja námskrárgerð í leikskóla við hugtök og áherslur sem talið er
að stuðli að skólaþróun.
Hugtakið námskrá er skilgreint margvíslega og ekki eru allir á eitt sáttir um hvað
hún eigi að fjalla. Námskrárhreyfingin sem óx upp úr síðari heimstyrjöldinni í Banda-
ríkjunum og Evrópu stefndi að róttækri skilvirkni í öllu skólastarfi og leitaðist við að
skapa vísindalega grundvallað samhengi milli markmiða, innihalds, aðferðar, gagna-
notkunar og námsmats. Forsendan fyrir því að byggja upp slíkt samhengi var að
sundurliða námsferilinn í aðgreinda og vel skilgreinda þætti sem unnt væri að með-
höndla með vísindalegum aðferðum og hafa stjórn á með reynsluprófun. Höfuð-
atriðið var að greina og orða námsmarkmiðin (Myhre, 1996).
Þó svo að námskrá og námskrárgerð eigi sér langa sögu eru námskrárfræði tiltölu-
lega nýlegt svið innan uppeldisfræða að mati Andra Ísakssonar (1983). Hann telur
hugtakið námskrá fela í sér marga þætti. Sá augljósasti sé hin almenna skilgreining
að námskrár fjalli um hvað skuli lært og kennt í skólum, það sem venjulega er kallað
námsefni. Hann segir námskrá vera kerfisbundna áætlun um hvað og hvernig megi
læra og kenna með árangursríkum hætti. Henni sé ætlað að vera eitt af vinnugögn-
um og stuðningstækjum kennara í starfi. Og fram kemur að skólanámskrá sé lýsing
á því sem gert er eða gera á í skóla og útskýring á því hvers vegna. Skólanámskrá taki
því til allra þátta skólastarfs. Hún innihaldi ekki aðeins lýsingu á námsefni og
kennsluháttum. Hún taki líka til skipulags starfsins, aðstöðu, félagslífs, samskipta,
aga, umgengni o.s.frv. Í skólanámskrá sé ekki aðeins lýst því sem er eða hefur verið
heldur sé einnig þar að finna rökstuddar áætlanir fram í tímann (Menntamála-
ráðuneytið, 1991).
Samkvæmt Marsh og Willis (1999) á ekkert eitt, sem allir verða að vera sammála
um, við um námskrá heldur þarf í grundvallaratriðum að fjalla um þrennt: námskrá
sem áætlun (planned curriculum), námskrá í framkvæmd (enacted curriculum) og
síðan hina raunverulegu reynslu af námskrá (experienced curriculum). Þeir segja að
alltaf sé vandasamt að semja námskrá eða taka ákvarðanir um hana. En áætlanir ættu
að vera nægilega sveigjanlegar til að bregðast við þeim aðstæðum sem óhjákvæmi-
lega koma fram á vettvangi.
Þ Ö G U L Þ E K K I N G F Æ R M Á L – S K Ó L A N Á M S K R Á R G E R Ð Í L E I K S K Ó L A
50