Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 50

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 50
Engar rannsóknir eru til um skólanámskrárgerð í leikskólum á Íslandi svo mér sé kunnugt og lék mér því forvitni á að vita hvernig starfsfólk leikskólanna túlkar hug- takið skólanámskrá og hvaða leiðir það fer við að semja hana. Til að ná því markmiði lagði ég fram fjórar rannsóknarspurningar: Hvaða merkingu leggur starfsfólk leik- skóla í hugtakið skólanámskrá? Hvaða leiðir fer starfsfólk til að sameinast um inntak skólanámskrár? Hvernig verður skólanámskrá virk í leikskólastarfi? Hvernig birtast styrkleikar og veikleikar við gerð skólanámskrár og framkvæmd hennar? HUGTAKIÐ NÁMSKRÁ Fræðileg nálgun rannsóknarinnar byggir á skilgreiningum á hugtakinu námskrá og leitast er við að tengja námskrárgerð í leikskóla við hugtök og áherslur sem talið er að stuðli að skólaþróun. Hugtakið námskrá er skilgreint margvíslega og ekki eru allir á eitt sáttir um hvað hún eigi að fjalla. Námskrárhreyfingin sem óx upp úr síðari heimstyrjöldinni í Banda- ríkjunum og Evrópu stefndi að róttækri skilvirkni í öllu skólastarfi og leitaðist við að skapa vísindalega grundvallað samhengi milli markmiða, innihalds, aðferðar, gagna- notkunar og námsmats. Forsendan fyrir því að byggja upp slíkt samhengi var að sundurliða námsferilinn í aðgreinda og vel skilgreinda þætti sem unnt væri að með- höndla með vísindalegum aðferðum og hafa stjórn á með reynsluprófun. Höfuð- atriðið var að greina og orða námsmarkmiðin (Myhre, 1996). Þó svo að námskrá og námskrárgerð eigi sér langa sögu eru námskrárfræði tiltölu- lega nýlegt svið innan uppeldisfræða að mati Andra Ísakssonar (1983). Hann telur hugtakið námskrá fela í sér marga þætti. Sá augljósasti sé hin almenna skilgreining að námskrár fjalli um hvað skuli lært og kennt í skólum, það sem venjulega er kallað námsefni. Hann segir námskrá vera kerfisbundna áætlun um hvað og hvernig megi læra og kenna með árangursríkum hætti. Henni sé ætlað að vera eitt af vinnugögn- um og stuðningstækjum kennara í starfi. Og fram kemur að skólanámskrá sé lýsing á því sem gert er eða gera á í skóla og útskýring á því hvers vegna. Skólanámskrá taki því til allra þátta skólastarfs. Hún innihaldi ekki aðeins lýsingu á námsefni og kennsluháttum. Hún taki líka til skipulags starfsins, aðstöðu, félagslífs, samskipta, aga, umgengni o.s.frv. Í skólanámskrá sé ekki aðeins lýst því sem er eða hefur verið heldur sé einnig þar að finna rökstuddar áætlanir fram í tímann (Menntamála- ráðuneytið, 1991). Samkvæmt Marsh og Willis (1999) á ekkert eitt, sem allir verða að vera sammála um, við um námskrá heldur þarf í grundvallaratriðum að fjalla um þrennt: námskrá sem áætlun (planned curriculum), námskrá í framkvæmd (enacted curriculum) og síðan hina raunverulegu reynslu af námskrá (experienced curriculum). Þeir segja að alltaf sé vandasamt að semja námskrá eða taka ákvarðanir um hana. En áætlanir ættu að vera nægilega sveigjanlegar til að bregðast við þeim aðstæðum sem óhjákvæmi- lega koma fram á vettvangi. Þ Ö G U L Þ E K K I N G F Æ R M Á L – S K Ó L A N Á M S K R Á R G E R Ð Í L E I K S K Ó L A 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.