Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 109

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 109
Þótt góðir kennarar komist ekki hátt á lista yfir líklegar ástæður fyrir góðum árangri þá trónir leiðinleg kennsla á toppnum þegar nemendur áttu að merkja við tvær ástæður fyrir lélegum árangri í námi en 41% völdu þann kost. Færri töldu að erfiðar aðstæður hindri námsárangur eða 16%. Aðeins 13% töldu að ónógir náms- hæfileikar gætu verið ástæðan. Um 10% völdu þann svarmöguleika að kennslan væri léleg en 6% eða færri völdu kostina framsetning og niðurskipan námefnis léleg, for- eldrar veiti ónóga aðstoð, foreldrar hafi lítinn áhuga á góðum námsárangri eða ein- hverjar aðrar ástæður, ekki tilgreindar. Svör foreldra og starfsfólks í lokaviðtali Í viðtölum setja foreldrar í öllum skólunum hæfni kennara í fyrsta sæti sem ástæðu fyrir góðum árangri einstakra nemenda. Í þéttbýlisskólanum eru félagsleg skilyrði á heimilunum sett í annað sæti. Foreldrar leggja áherslu á vellíðan barnsins sem veiga- mikinn þátt í námsárangri. Kennarar í þéttbýlisskólanum álíta að námshæfileikar og greind hvers og eins nem- anda ráði mestu um gengi hans og þar á eftir komi félagslegir þættir eins og metnað- ur og áhugi foreldra. Kennarar í sjávarþorpinu lögðu ríka áherslu á félagslega og upp- eldislega þætti heima fyrir og síðan hæfileika til náms, sem reyndar væru líka félags- lega mótaðir, og í sveitaskólanum eru kennarar sammála um að hæfileikar nemenda ráði mestu. Aðrir starfsmenn en kennarar í þéttbýlisskólanum segja að kennslan og kennarinn, og svo afstaða heimilanna og stuðningur, ráði mestu um árangur. Í skólanum í sjávar- þorpi eru þessir starfsmenn hallir undir þá skoðun að hæfileikar nemenda sé helsta skýringin á mismunandi árangri þeirra. Í sveitaskólanum telja aðrir starfsmenn en kennarar að félagslegar aðstæður heima og metnaður foreldra ráði mestu um góðan árangur. Stjórnendur í þéttbýlisskólanum telja að námshæfileikar hvers og eins ráði mestu um gengi nemenda og þar á eftir komi hæfni kennarans og gæði kennslu. Í skólanum í sjávarþorpi lögðu stjórnendur áherslu á samvirkni margra áhrifaþátta og töldu erfitt að forgangsraða þeim. Í sveitaskólanum álitu stjórnendur að gæði kennslunnar og hæfni kennarans væri meginskýring í þessum efnum. Að þeirra mati er mest um vert að virkja áhuga nemendanna. Yfirstjórn þéttbýlisskólans leggur mikla áherslu á skólabraginn og boðskiptin og þar skipti leiðtogahlutverk skólastjórans miklu máli. Í skólanum í sjávarþorpi leggur full- trúi yfirstjórnar skólans áherslu á að hæfni kennarans og kunnátta ráði mestu. Í sveitaskólanum eru viðmælendur sama sinnis og leggja áherslu á að gæði kennslunnar og hæfni kennarans séu einn allra mikilvægasti þátturinn í skólastarfi. Svör foreldra og starfsfólks í spurningakönnun Í spurningalista til starfsfólks skólans (ekki er greint milli kennara og annars starfs- fólks) og foreldra, voru þátttakendur beðnir að velja mikilvægustu og næst mikil- vægustu skýringuna á lélegum námsárangri nemenda (sjá töflu 1). Litlir námshæfi- leikar voru talin líklegasta skýringin hjá fjórðungi svarenda í hópi starfsfólks en síðan J Ó N A S P Á L S S O N , A M A L Í A B J Ö R N S D Ó T T I R O G Ó L A F U R H . J Ó H A N N S S O N 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.