Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 109
Þótt góðir kennarar komist ekki hátt á lista yfir líklegar ástæður fyrir góðum
árangri þá trónir leiðinleg kennsla á toppnum þegar nemendur áttu að merkja við
tvær ástæður fyrir lélegum árangri í námi en 41% völdu þann kost. Færri töldu að
erfiðar aðstæður hindri námsárangur eða 16%. Aðeins 13% töldu að ónógir náms-
hæfileikar gætu verið ástæðan. Um 10% völdu þann svarmöguleika að kennslan væri
léleg en 6% eða færri völdu kostina framsetning og niðurskipan námefnis léleg, for-
eldrar veiti ónóga aðstoð, foreldrar hafi lítinn áhuga á góðum námsárangri eða ein-
hverjar aðrar ástæður, ekki tilgreindar.
Svör foreldra og starfsfólks í lokaviðtali
Í viðtölum setja foreldrar í öllum skólunum hæfni kennara í fyrsta sæti sem ástæðu
fyrir góðum árangri einstakra nemenda. Í þéttbýlisskólanum eru félagsleg skilyrði á
heimilunum sett í annað sæti. Foreldrar leggja áherslu á vellíðan barnsins sem veiga-
mikinn þátt í námsárangri.
Kennarar í þéttbýlisskólanum álíta að námshæfileikar og greind hvers og eins nem-
anda ráði mestu um gengi hans og þar á eftir komi félagslegir þættir eins og metnað-
ur og áhugi foreldra. Kennarar í sjávarþorpinu lögðu ríka áherslu á félagslega og upp-
eldislega þætti heima fyrir og síðan hæfileika til náms, sem reyndar væru líka félags-
lega mótaðir, og í sveitaskólanum eru kennarar sammála um að hæfileikar nemenda
ráði mestu.
Aðrir starfsmenn en kennarar í þéttbýlisskólanum segja að kennslan og kennarinn,
og svo afstaða heimilanna og stuðningur, ráði mestu um árangur. Í skólanum í sjávar-
þorpi eru þessir starfsmenn hallir undir þá skoðun að hæfileikar nemenda sé helsta
skýringin á mismunandi árangri þeirra. Í sveitaskólanum telja aðrir starfsmenn en
kennarar að félagslegar aðstæður heima og metnaður foreldra ráði mestu um góðan
árangur.
Stjórnendur í þéttbýlisskólanum telja að námshæfileikar hvers og eins ráði mestu
um gengi nemenda og þar á eftir komi hæfni kennarans og gæði kennslu. Í skólanum
í sjávarþorpi lögðu stjórnendur áherslu á samvirkni margra áhrifaþátta og töldu erfitt
að forgangsraða þeim. Í sveitaskólanum álitu stjórnendur að gæði kennslunnar og
hæfni kennarans væri meginskýring í þessum efnum. Að þeirra mati er mest um vert
að virkja áhuga nemendanna.
Yfirstjórn þéttbýlisskólans leggur mikla áherslu á skólabraginn og boðskiptin og þar
skipti leiðtogahlutverk skólastjórans miklu máli. Í skólanum í sjávarþorpi leggur full-
trúi yfirstjórnar skólans áherslu á að hæfni kennarans og kunnátta ráði mestu. Í
sveitaskólanum eru viðmælendur sama sinnis og leggja áherslu á að gæði kennslunnar
og hæfni kennarans séu einn allra mikilvægasti þátturinn í skólastarfi.
Svör foreldra og starfsfólks í spurningakönnun
Í spurningalista til starfsfólks skólans (ekki er greint milli kennara og annars starfs-
fólks) og foreldra, voru þátttakendur beðnir að velja mikilvægustu og næst mikil-
vægustu skýringuna á lélegum námsárangri nemenda (sjá töflu 1). Litlir námshæfi-
leikar voru talin líklegasta skýringin hjá fjórðungi svarenda í hópi starfsfólks en síðan
J Ó N A S P Á L S S O N , A M A L Í A B J Ö R N S D Ó T T I R O G Ó L A F U R H . J Ó H A N N S S O N
109