Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 56

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 56
manna, eflir starfsandann og sjálfskennd og virkar að hennar mati sem höggdeyfir gegn álagi í breytingaferli. Í niðurstöðum rannsóknar Örnu H. Jónsdóttur (1999) kemur fram annars vegar að stjórnun, sem veitti starfsmanninum möguleika á heildarþróun í leikskólastarfi, stuðlaði fremur að því að hann næði árangri í starfi með börnunum og jafnframt að almennri starfsánægju. Í heildarþróun fólst umræða um hugsjónir og stefnumótun, þátttaka og ábyrgð allra deilda og starfshópa á þróun leikskólastarfsins, mat á starfs- aðferðum og frammistöðu og handleiðsla nýliða. Hins vegar kom fram að stjórnunar- áherslur, sem hindruðu heildarþróun leikskólastarfsins, drógu úr möguleikum starfsfólks til persónulegrar þróunar í starfshlutverkinu og persónulegs árangurs. Við þær aðstæður talaði starfsfólk um faglega einangrun, skort á samvinnu, heildarsýn, áhrifum og upplýsingum. Námskrárgerð – eru hindranir? Starfsmannabreytingar hafa verið tíðar í leikskólum hér á landi, þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, en ekki er vitað um áhrif þess á vinnu við námskrárgerðina. Albrecht (2002) segir að þrátt fyrir mikla umræðu um óbeinan og beinan kostnað við starfsmannaveltu hafi hann aðeins nýlega verið staðfestur. Hún vísar í rannsókn, sem framkvæmd var í Bandaríkjunum af Center for the Child Care Workforce sem sýnir fram á tengingu á milli hárrar starfsmannaveltu, þroska barna og þjónustugæða leik- skóla í heild. Beinn kostnaður við starfsmannaskipti, töpuð innritun barna vegna starfsmannaeklu, versnandi starfsandi, óánægja foreldra og neikvæð áhrif á þroska barna eru nokkrar af afleiðingunum. Bent er á að starfsmannaskipti eru ekki smá- vægileg mál heldur alvarleg málefni sem þurfi að veita athygli. Í könnun á skólanámskrárgerð árið 1989 í grunnskólum á Íslandi kemur fram að algengustu ástæður þess að vinna við skólanámskrá var ekki hafin voru tíð kennara- skipti og tímaskortur. Í sömu könnun er því haldið fram að gerð skólanámskrár sé vandasamt og tímafrekt ferli sem krefjist mikils undirbúnings og markvissrar um- ræðu á meðal kennara og því verði heilsteypt skólanámskrá ekki til á einu eða tveim- ur skólaárum. Mörgum veitist ennfremur þungt að átta sig á umfangi skólanámskrár, hvort sama plagg gagnist kennurum og foreldrum og hvort hægt sé að ætlast til þess að foreldrar taki þátt í starfinu (Menntamálaráðuneytið, 1991). Senge, McCabe, Lucas, Smith, Dutton og Kleiner (2000) líkja breytingaferli við náttúruna og segja að ekki sé hægt að yfirfæra árangur í einum skóla yfir á marga á skömmum tíma því varanlegar breytingar í stofnunum dafni eins og lífverur náttúr- unnar. Þar fylgi allur vöxtur sama mynstri, hann hefst hægt, hraðinn eykst síðan smám saman rólega þar til fullum vexti er náð. Þau segja að litu þeir sem standa fyrir breytingum á þær frá þessu sjónarhorni myndu þeir skilja hvað hamlar ferlinu og í stað þess að knýja fram breytingar hjá starfsfólki, þurfi að þróa jafnvægi á milli knýjandi aðgerða og þolinmæði og ígrunda hvern þátt áður en farið yrði yfir á þann næsta. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir nokkrum fræðilegum kenningum og rannsóknum sem tengjast hugtökunum námskrá og skólaþróun. Þegar litið er yfir Þ Ö G U L Þ E K K I N G F Æ R M Á L – S K Ó L A N Á M S K R Á R G E R Ð Í L E I K S K Ó L A 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.