Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 56
manna, eflir starfsandann og sjálfskennd og virkar að hennar mati sem höggdeyfir
gegn álagi í breytingaferli.
Í niðurstöðum rannsóknar Örnu H. Jónsdóttur (1999) kemur fram annars vegar að
stjórnun, sem veitti starfsmanninum möguleika á heildarþróun í leikskólastarfi,
stuðlaði fremur að því að hann næði árangri í starfi með börnunum og jafnframt að
almennri starfsánægju. Í heildarþróun fólst umræða um hugsjónir og stefnumótun,
þátttaka og ábyrgð allra deilda og starfshópa á þróun leikskólastarfsins, mat á starfs-
aðferðum og frammistöðu og handleiðsla nýliða. Hins vegar kom fram að stjórnunar-
áherslur, sem hindruðu heildarþróun leikskólastarfsins, drógu úr möguleikum
starfsfólks til persónulegrar þróunar í starfshlutverkinu og persónulegs árangurs. Við
þær aðstæður talaði starfsfólk um faglega einangrun, skort á samvinnu, heildarsýn,
áhrifum og upplýsingum.
Námskrárgerð – eru hindranir?
Starfsmannabreytingar hafa verið tíðar í leikskólum hér á landi, þá sérstaklega á
höfuðborgarsvæðinu, en ekki er vitað um áhrif þess á vinnu við námskrárgerðina.
Albrecht (2002) segir að þrátt fyrir mikla umræðu um óbeinan og beinan kostnað við
starfsmannaveltu hafi hann aðeins nýlega verið staðfestur. Hún vísar í rannsókn, sem
framkvæmd var í Bandaríkjunum af Center for the Child Care Workforce sem sýnir
fram á tengingu á milli hárrar starfsmannaveltu, þroska barna og þjónustugæða leik-
skóla í heild. Beinn kostnaður við starfsmannaskipti, töpuð innritun barna vegna
starfsmannaeklu, versnandi starfsandi, óánægja foreldra og neikvæð áhrif á þroska
barna eru nokkrar af afleiðingunum. Bent er á að starfsmannaskipti eru ekki smá-
vægileg mál heldur alvarleg málefni sem þurfi að veita athygli.
Í könnun á skólanámskrárgerð árið 1989 í grunnskólum á Íslandi kemur fram að
algengustu ástæður þess að vinna við skólanámskrá var ekki hafin voru tíð kennara-
skipti og tímaskortur. Í sömu könnun er því haldið fram að gerð skólanámskrár sé
vandasamt og tímafrekt ferli sem krefjist mikils undirbúnings og markvissrar um-
ræðu á meðal kennara og því verði heilsteypt skólanámskrá ekki til á einu eða tveim-
ur skólaárum. Mörgum veitist ennfremur þungt að átta sig á umfangi skólanámskrár,
hvort sama plagg gagnist kennurum og foreldrum og hvort hægt sé að ætlast til þess
að foreldrar taki þátt í starfinu (Menntamálaráðuneytið, 1991).
Senge, McCabe, Lucas, Smith, Dutton og Kleiner (2000) líkja breytingaferli við
náttúruna og segja að ekki sé hægt að yfirfæra árangur í einum skóla yfir á marga á
skömmum tíma því varanlegar breytingar í stofnunum dafni eins og lífverur náttúr-
unnar. Þar fylgi allur vöxtur sama mynstri, hann hefst hægt, hraðinn eykst síðan
smám saman rólega þar til fullum vexti er náð. Þau segja að litu þeir sem standa fyrir
breytingum á þær frá þessu sjónarhorni myndu þeir skilja hvað hamlar ferlinu og í
stað þess að knýja fram breytingar hjá starfsfólki, þurfi að þróa jafnvægi á milli
knýjandi aðgerða og þolinmæði og ígrunda hvern þátt áður en farið yrði yfir á þann
næsta.
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir nokkrum fræðilegum kenningum og
rannsóknum sem tengjast hugtökunum námskrá og skólaþróun. Þegar litið er yfir
Þ Ö G U L Þ E K K I N G F Æ R M Á L – S K Ó L A N Á M S K R Á R G E R Ð Í L E I K S K Ó L A
56