Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 149

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 149
ekki á jafnræðisgrundvelli, því tekjur einkaháskólanna eru látnar vera hærri. Fyrr- nefnd samkeppni háskólanna snýst því einkum um opinbert fé (fjárveitingar og láns- fé) og þar hallar fyrirfram á opinberu háskólana. Erfitt er að sjá hvernig þessi stefna tryggir gæði háskólastarfs í landinu. Í stað þess að ráðuneytið fari með gæðaeftirlit er að ýmsu leyti heppilegra að óháð fagleg matsstofnun annist gæðavottun og úttektir og eftirlit með gæðum kennslu og rannsóknastarfs í háskólunum, eins og tíðkast hefur í ýmsum nágrannalöndum Íslendinga með góðum árangri og má í því sambandi nefna Noreg, Holland og Bret- land (Ríkisendurskoðun, 2004). Við úttektir og mat þyrfti matsstofnunin að byggja á alþjóðlegum gæðaviðmiðum við skoðun og samanburð námsleiða, deilda og stofn- ana og hafa í því sambandi faglegt samstarf við systurstofnanir í nágrannalöndunum. Menntamálaráðuneytið gæti bundið samþykki námsgráða og nýrra námsleiða við vottun matsstofnunar. Þá gæti ráðuneytið tekið mið af niðurstöðum úr gæðamati stofnunarinnar við ákvarðanir um fjárveitingar til háskóla vegna kennslu og rann- sókna. Niðurlag Fram að þessu hafa háskólar á Íslandi haft sjálfdæmi um uppbyggingu náms og rannsókna og litið í ríkum mæli til Háskóla Íslands sem fyrirmyndar að eigin upp- byggingu. Í því sambandi hafa skólarnir farið af stað með nýjar námsleiðir í grunn- námi sem yfirleitt hafa þegar verið fyrir hendi í Háskóla Íslands. Þá hafa skólarnir hafist handa við að byggja ofan á ýmsar þessarra námsleiða með meistaranámi. Skól- arnir hafa einnig sagst standa jöfnum höndum fyrir kennslu og rannsóknum. Þegar nemenda- og starfsmannatengdir gæðavísar íslensku háskólanna eru skoðaðir kemur í ljós mikill munur á stöðu skólanna. Í því sambandi kemur fram sérstaða Háskólans sem alhliða rannsóknarháskóla. Mikilvægt er að menntamálaráðuneytið marki almenna stefnu um tegundir há- skóla og megin viðfangsefni hvers skóla og byggi samninga við skólana um kennslu og rannsóknir á slíkri stefnu. Í því sambandi þarf að gera greinarmun á alhliða rann- sóknarháskóla sem leggur jöfnum höndum áherslu á rannsóknir og kennslu og býð- ur upp á fjölbreytt framhaldsnám til meistara- og doktorsprófs, og kennsluháskóla sem leggur megináherslu á háskólakennslu í grunnnámi. Vissulega eru til sérhæfðir rannsóknarháskólar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa fáar deildir og fræði- greinar innanborðs og leggja mikla áherslu á rannsóknartengt framhaldsnám. Hins vegar eru hinar fáu deildir þeirra bæði stórar og sérhæfðar og „upptökusvæði“ þessara skóla eru mjög fjölmenn. Því orkar tvímælis að koma upp slíkum stofnunum hérlendis til hliðar við Háskóla Íslands, í ljósi hins fámenna háskólasamfélags á Íslandi. Almennt má segja um íslensku háskólana að þeir séu of margir, smáir, einangraðir og faglega veikburða. Skoðun gæðavísa háskólanna leiðir í ljós mikinn mun á gæðum skólanna. Almennt má segja að íslensk sjórnvöld hafi ekki axlað eðlilega fjárhagslega ábyrgð á háskóla- starfseminni (fyrst og fremst opinberu háskólunum), enda opinber framlög til há- skólastigsins undir meðaltali OECD ríkjanna. Stjórnvöld hafa heldur ekki sinnt nægi- lega því gæðaeftirliti og gæðatryggingu sem þeim ber að lögum. Þetta stafar m.a. af R Ú N A R V I L H J Á L M S S O N 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.