Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 75
fyrst um 1951 (Pletsch, 1981). Í ljósi slíkra kenninga var lögð áhersla á mikilvægi þess
að ríkjum „þriðja heimsins“ væri hjálpað til framþróunar af ríkjum „fyrsta heimsins“.
Margir fræðimenn, einnig þeir sem vinna innan ramma þróunarstofnanna, hafa gagn-
rýnt þær ímyndir sem þróunarhjálp hefur iðulega brugðið upp af íbúum svokallaðra
vanþróaðra landa, þá sérstaklega vegna áherslu texta þróunarstofnanna á einstak-
linga og samfélög sem óvirk viðföng (Kristín Loftsdóttir, 2003b). Chandra T. Mohanty
(1991) hefur gagnrýnt vestrænar ímyndir af konum í þriðja heiminum fyrir áherslu á
óvirkni þeirra og einsleitni. Að sama skapi hafa fræðikonur einnig gagnrýnt ímyndir
íslamskra kvenna sem fórnarlamba og hvernig slíkar orðræður hafa verið notaðar til
að réttlæta íhlutun valdameiri þjóða í málefni annarra ríkja (Kahf, 1999).
Ímyndir og rannsóknir á námsbókum
Rannsóknir á námsbókum hafa verið fjölþættar hvað varðar nálgun og aðferðir.
Skoðaðir hafa verið textar námsbóka, myndir, myndatextar, töflur og kort og hefur til
þess beitt tíðnirannsóknum, sögulegri nálgun og orðræðugreiningu, samhliða því að
kenningalegt sjónarhorn og fræðilegur bakgrunnur rannsakenda er ólíkur. Rann-
sóknir á námsbókum erlendis hafa gefið til kynna að tíðni birtingar ákveðna hópa er
mismunandi í námsbókum og ekki alltaf í samhengi við veruleikann. Rannsókn
Myra Max Ferree og Elaine J. Hall (1990) á félagsfræðibókum í Bandaríkjunum sýnir
að konur birtast mun sjaldnar í námsbókum en karlar og John Hopkin (2001) hefur
bent á í rannsókn sinni á breskum landfræðibókum að lítil áhersla sé á umfjöllun um
lönd utan Evrópu. Ferree og Hall undirstrika þó einnig að mikilvægt sé að skoða ekki
eingöngu tíðni birtinga ákveðna hópa heldur samhengi umfjöllunarinnar, en fyrr-
nefnd rannsókn þeirra gefur til dæmis til kynna að konur eru oftast tengdar um-
fjöllun um kyn eða heimilið. Rannsóknir á textum bandarískra námsbóka hafa einnig
gefið til kynna að Bandaríkjamenn af afrískum uppruna eru oft tengdir fátækt í
bókunum. Greining Rosalee A. Clawson og Elizabeth R. Kegler (2000) myndum og
myndatextum amerískra framhaldsskólabóka komust að þeirri niðurstöðu að ætla
má af bókunum að svart fólk sé mun stærra hlutfall fátækra í bandaríkjunum en er í
raunveruleikanum. Þær telja þetta undirstrika hvernig námsbækur geta óaðvitandi
ýtt undir fordóma gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins.
Rannsóknir hafa jafnframt dregið athygli að birtingamyndum annarra minnihluta-
hópa í skólabókum, m.a. orðræðum um fólk sem tilheyrir þjóðernislegum minni-
hlutahópum eða umfjöllun um önnur þjóðríki (Al-Qazzaz, 1978; Whatley, 1988;
Kaomea, 2000). Mariamne H. Whatley (1988) bendir á að myndum sem tilheyri slíkri
umræðu hætti til að staðsetja vestræna menningu sem viðmiðið og önnur samfélög
sem frávik, með því að draga fram nógu framandi atriði í menningu annarra. Rann-
sókn Ayad Al-Qazzaz (1978) á ímyndum araba í Bandarískum námsbókum bendir á
að tilhneiging sé að birta mynd af aröbum sem vanþróuðum og utan við breytingar
í heiminum. Fjallað er um samfélög hirðingja eins og þau hafi ekkert breyst og séu án
allra tengsla við ríkisvaldið og umheiminn.
Hvað varðar ímyndir Afríku í skólabókum, hefur verið tilhneiging til að fjalla um
heimsálfuna Afríku sem án sögu og að baki Vesturlöndum í þróunarlegum skilningi
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R
75