Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 75

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 75
fyrst um 1951 (Pletsch, 1981). Í ljósi slíkra kenninga var lögð áhersla á mikilvægi þess að ríkjum „þriðja heimsins“ væri hjálpað til framþróunar af ríkjum „fyrsta heimsins“. Margir fræðimenn, einnig þeir sem vinna innan ramma þróunarstofnanna, hafa gagn- rýnt þær ímyndir sem þróunarhjálp hefur iðulega brugðið upp af íbúum svokallaðra vanþróaðra landa, þá sérstaklega vegna áherslu texta þróunarstofnanna á einstak- linga og samfélög sem óvirk viðföng (Kristín Loftsdóttir, 2003b). Chandra T. Mohanty (1991) hefur gagnrýnt vestrænar ímyndir af konum í þriðja heiminum fyrir áherslu á óvirkni þeirra og einsleitni. Að sama skapi hafa fræðikonur einnig gagnrýnt ímyndir íslamskra kvenna sem fórnarlamba og hvernig slíkar orðræður hafa verið notaðar til að réttlæta íhlutun valdameiri þjóða í málefni annarra ríkja (Kahf, 1999). Ímyndir og rannsóknir á námsbókum Rannsóknir á námsbókum hafa verið fjölþættar hvað varðar nálgun og aðferðir. Skoðaðir hafa verið textar námsbóka, myndir, myndatextar, töflur og kort og hefur til þess beitt tíðnirannsóknum, sögulegri nálgun og orðræðugreiningu, samhliða því að kenningalegt sjónarhorn og fræðilegur bakgrunnur rannsakenda er ólíkur. Rann- sóknir á námsbókum erlendis hafa gefið til kynna að tíðni birtingar ákveðna hópa er mismunandi í námsbókum og ekki alltaf í samhengi við veruleikann. Rannsókn Myra Max Ferree og Elaine J. Hall (1990) á félagsfræðibókum í Bandaríkjunum sýnir að konur birtast mun sjaldnar í námsbókum en karlar og John Hopkin (2001) hefur bent á í rannsókn sinni á breskum landfræðibókum að lítil áhersla sé á umfjöllun um lönd utan Evrópu. Ferree og Hall undirstrika þó einnig að mikilvægt sé að skoða ekki eingöngu tíðni birtinga ákveðna hópa heldur samhengi umfjöllunarinnar, en fyrr- nefnd rannsókn þeirra gefur til dæmis til kynna að konur eru oftast tengdar um- fjöllun um kyn eða heimilið. Rannsóknir á textum bandarískra námsbóka hafa einnig gefið til kynna að Bandaríkjamenn af afrískum uppruna eru oft tengdir fátækt í bókunum. Greining Rosalee A. Clawson og Elizabeth R. Kegler (2000) myndum og myndatextum amerískra framhaldsskólabóka komust að þeirri niðurstöðu að ætla má af bókunum að svart fólk sé mun stærra hlutfall fátækra í bandaríkjunum en er í raunveruleikanum. Þær telja þetta undirstrika hvernig námsbækur geta óaðvitandi ýtt undir fordóma gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins. Rannsóknir hafa jafnframt dregið athygli að birtingamyndum annarra minnihluta- hópa í skólabókum, m.a. orðræðum um fólk sem tilheyrir þjóðernislegum minni- hlutahópum eða umfjöllun um önnur þjóðríki (Al-Qazzaz, 1978; Whatley, 1988; Kaomea, 2000). Mariamne H. Whatley (1988) bendir á að myndum sem tilheyri slíkri umræðu hætti til að staðsetja vestræna menningu sem viðmiðið og önnur samfélög sem frávik, með því að draga fram nógu framandi atriði í menningu annarra. Rann- sókn Ayad Al-Qazzaz (1978) á ímyndum araba í Bandarískum námsbókum bendir á að tilhneiging sé að birta mynd af aröbum sem vanþróuðum og utan við breytingar í heiminum. Fjallað er um samfélög hirðingja eins og þau hafi ekkert breyst og séu án allra tengsla við ríkisvaldið og umheiminn. Hvað varðar ímyndir Afríku í skólabókum, hefur verið tilhneiging til að fjalla um heimsálfuna Afríku sem án sögu og að baki Vesturlöndum í þróunarlegum skilningi K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.