Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 57
sviðið sést að gerð skólanámskrár er margþætt viðfangsefni sem tekur bæði til inn-
taks og samskipta starfsmanna. Skólanámskrá er ætlað að stuðla að umbótum í
skólum og því er skólaþróun hluti af gerð hennar. Markviss forysta stjórnanda, sem
hefur sameiginlega framtíðarsýn starfsmanna að leiðarljósi ásamt þátttöku þeirra í
ákvörðunum og áætlunum, er lykilatriði svo vel takist til. Skipulagt mat á skóla-
námskrá og starfi skóla í heild og starfsþróun sem felur í sér nám fyrir alla starfs-
menn hefur einnig afgerandi áhrif. Huga þarf vandlega að þáttum sem stuðla að
starfsánægju starfsmanna og leiða til samábyrgðar.
Skólaþróun er því órjúfanlegur hluti af námskrárgerð í leikskóla ef hún á að vera
virkt hreyfiafl leikskólastarfsins.
RANNSÓKNARAÐFERÐ
Eins og fram kemur í inngangi greinarinnar voru í rannsókninni lagðar fram fjórar
rannsóknarspurningar. Hvaða merkingu leggur starfsfólk leikskóla í hugtakið skóla-
námskrá? Hvaða leiðir fer starfsfólk til að sameinast um inntak skólanámskrár?
Hvernig verður skólanámskrá virk í leikskólastarfi? Hvernig birtast styrkleikar og
veikleikar við gerð skólanámskrár og framkvæmd hennar?
Til að leita svara við þeim var notuð eigindleg rannsóknaraðferð en hún er að mati
Punch (1998) besta leiðin til að ná fram sjónarmiðum þátttakenda, skilgreiningu og
skilningi þeirra á aðstæðum, hlutum og atburðum. En rannsóknarsniðið kallast
tilviksrannsókn (case-study). Rannsóknin fór fram í einum leikskóla og voru þátt-
takendur allir starfsmenn hans sem vinna með börnunum auk leikskólastjóra. Við
gagnaöflun voru tekin viðtöl við rýnihópa og þátttakendur, gerð var vettvangs-
athugun, skráðum gögnum leikskólans, sem tengjast viðfangefninu, var safnað og
rannsakandi skráði dagbók.
Þegar rannsóknin fór fram voru rúmlega tvö ár liðin frá því að starfsmenn leik-
skólans hófu vinnu við skólanámskrá leikskólans. Í upphafi rannsóknar voru því
settir saman rýnihópar (focus groups) starfsmanna í þeim tilgangi að rifja upp og ræða
um námskrárgerðina og framkvæmd hennar í leikskólanum.
Einstaklingsviðtöl voru tekin við leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra, deildar-
stjóra, leikskólakennara, þroskaþjálfa og leiðbeinendur leikskólans. Viðtalsformið
sem stuðst var við flokkast undir hálfopið viðtal (semi-structured interview) og var
spurningaramminn byggður á rannsóknarspurningunum fjórum sem settar eru fram
til að ná fram markmiði rannsóknarinnar. Hálfopið viðtal er hvorki opið samtal né
skipulagður spurningalisti. Því er stýrt samkvæmt viðtalstækni sem beinist að
ákveðnum þemum og gefa tilefni til spurninga (Kvale, 1996).
Vettvangsathuganir voru gerðar við mismunandi aðstæður á skipulögðu og frjálsu
starfi í leikskólanum. Áhersla var lögð á að athuga hvernig skólanámskráin endur-
speglast í starfinu og hvernig starfsmenn fylgja eftir þeim áherslum og meginreglum
sem þeir segjast vinna eftir.
Skriflegum gögnum leikskólans var safnað. Annars vegar voru gögn, sem viðkoma
námskrárgerðinni, í formi minnisblaða leikskólastjóra og fundargerða frá starfs-
I N G V E L D U R H R Ö N N B J Ö R N S D Ó T T I R
57