Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 49
Uppe ld i og menn tun I N G V E L D U R H R Ö N N B J Ö R N S D Ó T T I R
14. árgangur 1 . he f t i , 2005
Þögul þekking fær mál –
Skólanámskrárgerð í leikskóla
Í þessari grein er sagt frá eigindlegri rannsókn á því hvernig skólanámskrá verður til í leik-
skóla og á hvern hátt hún birtist í daglegu starfi hans. Rannsóknin fór fram í einum leikskóla
í Reykjavík á tímabilinu febrúar – maí árið 2003. Helstu niðurstöður sýna að starfsmenn leik-
skólans leggja þá merkingu í hugtakið að skólanámskrá sé allt það sem unnið er með börn-
unum í leikskólanum og birtist í öllu daglegu starfi. Skólanámskráin byggir á skráðu efni leik-
skólans en ekki voru innleiddar nýjar hugmyndir. Námskrárgerðin fólst í því að skilgreina,
meta og flokka starfið í leikskólanum og skrá það í ljósi nýrrar umræðu. Það sem gerir skóla-
námskrána að gangverki leikskólastarfsins er sátt starfsmanna um hugmyndafræði leikskól-
ans, skráð vinnugögn og viðmið fyrir vinnubrögð, þróun skólanámskrárinnar og mat. Styrk-
leikar við gerð og framkvæmd skólanámskrárinnar í viðkomandi leikskóla eru í meginatriðum
skýr stefna leikskólans, samræmd vinnubrögð, starfsandinn, starfsánægja, samvinna, sam-
ábyrgð og stjórnunarmáti leikskólastjóra. Veikleikar við námskrárgerðina birtust í óöryggi
gagnvart merkingu hugtaksins og í hverju gerð skólanámskrár felst. Veikleikar við fram-
kvæmd er óöryggi gagnvart hugmyndafræði leikskólans og útfærslum á einstökum þáttum
skólanámskrárinnar.1
INNGANGUR
Starf leikskólakennara, umhverfi þeirra og leikskólanna hefur breyst og þróast ört á
Íslandi á síðustu árum. Með lögum frá 1994 var leikskólinn gerður að fyrsta skóla-
stiginu og starfsheiti fóstra breytt í leikskólakennara. Árið 1999 gaf menntamálaráðu-
neytið út Aðalnámskrá leikskóla en áður störfuðu leikskólar samkvæmt Uppeldisáætlun
fyrir leikskóla sem menntamálaráðuneytið gaf út árið 1985 og var endurútgefin árið
1993. Menntun leikskólakennara færðist af framhaldsskólastigi á háskólastig árið
1998. Með tilkomu Aðalnámskrár var öllum leikskólum gert skylt að gera skóla-
námskrá.
49
1 Rannsóknin var M.Ed. verkefni höfundar sem lauk námi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004.
Leiðsögukennari var Ólafur H. Jóhannsson, lektor við KHÍ.