Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 42

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 42
kenna á yngsta stigi .“ Hún missti bæði sjálfstraust og áhuga vegna þess að samband við viðtökukennara var slæmt. Á fimmta misseri urðu aftur breytingar á afstöðu til starfsins og eigin hæfni. Hún ákvað að vera ein í vettvangsnáminu og „var mjög heppin með skóla og móttökukennara“ …“ „Þetta var mjög lærdómsríkur tími sem gaf mér líka aukinn kraft og vilja til að klára námið og gera það vel.“ Hræðsla við agavandamál minnkaði. „Núna geri ég mér grein fyrir að agavandamál munu alltaf koma upp við kennslu en tel mig í stakk búna til að takast á við þau. Ég held að þessi viðhorfsbreyting sé lykilatriði, ég held að nemendur skynji ef kennari er óttasleginn og eins ef hann er óttalaus .“ Þær breytingar sem hún talar um eru mjög persónulegar, þær snúast um áhuga, sjálfstraust og viðhorf til starfsins; vettvangsnám hefur greinilega mikil áhrif. Annar nemi lýsir því hvernig hún tengir saman fræðilegt nám og nám á vettvangi þegar hún er á öðru misseri: „Þessi tími var sérlega góður í mínu námi og eftir þetta vettvangsnám áttaði ég mig á því að það sem kennt var í skólanum var ekki óþarfi heldur mjög gagnlegur undirbúningur fyrir kennarastarfið .“ Næsta vettvangsnám gekk ekki eins vel vegna samskipta við viðtökukennara: „Eins og fyrsta vettvangs- námið var gefandi og skemmtilegt var þetta niðurbrjótandi og ömurlegt.“ Hún seg- ist hafa í byrjun verið mjög óörugg í samskiptum við samnemendur og lent í sam- starfi við nemendur sem brugðust. Eftirfarandi frásögn hennar lýsir því hvað per- sónulegur þroski hefur mikið vægi í námsferlinu. Síðasta árið í Kennó er jafnframt það langskemmtilegasta. Ég var loks- ins komin með þann þroska sem ég þurfti til að segja það sem ég meinti og var örugg með mig…. Mér finnst í raun gaman að nú skuli ég vita allt það sem ég vissi ekki áður, alveg sama hvort það mun gagnast mér við kennslu eða ekki því það hefur svo sannarlega auðgað mig per- sónulega og gert mig sjálfsöruggari. Persónulegur þroski er í brennidepli hjá henni. Vettvangsnámið skiptir miklu en eins og aðrir í hópnum nefnir hún líka tengsl sín við kennara á kjörsviðum í KHÍ. Sérstak- lega hefur einn kennaranna haft áhrif á hana. „Ég man nánast allt sem hann hefur sagt í tímum enda ekki annað hægt en að hrífast með honum, þvílík er frásagnargleði hans. Það er mikið til honum að þakka að þarna varð vendipunktur í mínu námi. Allt í einu fannst mér gaman í skólanum og námsefnið áhugavert og krefjandi. Það varð líka mjög gefandi og ég efldist til muna.“ Fyrsti neminn sem vitnað var í segir svip- aða sögu af kennara á kjörsviði. „Hann er kennari sem ég vil líkjast.“ Þriðji neminn sem vitnað verður í lýsir skólaheimsókn í tengslum við fyrsta vett- vangsnámið. „Þvílíkt áfall! Þetta var einsog dýragarður að manni fannst.“ Nemend- urnir voru oft erfiðir, með læti og oft var erfitt að ná athygli þeirra. „Guð minn góð- ur! Ætla ég að verða kennari?“ Hún lenti á viðtökukennara sem réð ekki vel við bekk- inn og talar um að þær „stöllur“ hafi verið óheppnar. „Aftur á móti lærði maður samt heilmikið á þessari reynslu.“ Þær áttuðu sig á því hvað mikið má læra í vettvangs- náminu. „Eftir fyrsta vettvangsnámið gerði ég mér semsagt grein fyrir því að þetta er þrælerfitt og lýjandi starf, einnig að ég hef ágæta færni og hæfni í kennarastarfið.“ Næsta vettvangsnám tengdist kjörsviði. H V E R N I G S T Y Ð U R K E N N A R A H Á S K Ó L I Í S L A N D S V I Ð S T A R F S H Æ F N I K E N N A R A N E M A ? 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.