Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 33
Á undanförnum áratugum hafa þau viðhorf verið ríkjandi að einstaklingurinn sé
virkur gerandi í eigin námi og þroska. Kenning Piagets lagði grunn að þessum við-
horfum en hann leit svo á að börn byggðu upp eigin þekkingu í víxlverkandi sam-
skiptum sínum við umhverfið. Vygotsky deilir með Piaget viðhorfum til virkni ein-
staklingsins, en hann lítur á félagsleg samskipti og menningu sem grundvöll náms,
og á nám sem forsendu þroska einstaklinga.
Seinni tíma rannsóknir hafa einnig stutt þau sjónarmið að nám barna tengist
félagslegum og menningarlegum aðstæðum (Rogoff, 1990); þroski barna er t.d. ekki
eins algildur þvert á menningarsvæði eins og Piaget gerði ráð fyrir. Til að skilja
hvernig nám fer fram nægir ekki að skoða hvað gerist innra með einstaklingunum.
Námið á sér stað í félags- og menningarbundnu samhengi sem setur mark sitt á allt
námsferlið. Námshvötin er ekki einungis háð innra ástandi, þ.e. virkni einstaklinga
og upplifun þeirra af eigin hæfni (Bandura, 1997; Deci, 1975); hún er samofin félags-
legum og menningarlegum þáttum. Hugtakið námssamfélag (learning community;
sbr. Edwards o.fl., 2002) hefur til dæmis verið notað til að undirstrika að félagsleg
samskipti og menning skapa rými fyrir og efla áhuga einstaklinga á námi.
Samkvæmt kenningum félagslegrar hugsmíðahyggju verður nám einstaklinga
ekki slitið úr tengslum við það samfélag sem námið fer fram í; námið er háð þeim
hugsunarhætti og venjum sem felast í menningunni og tungumálinu (Vygotsky, 1989,
1978). Hvert menningarsamfélag leggur börnum og fullorðnum til tæki til vitsmuna-
legrar aðlögunar. Til dæmis eru aðferðir fólks við að halda utan um upplýsingar og
til að leggja eitthvað á minnið annars konar núna en fyrir einni eða kannski aðeins
hálfri öld. Sem dæmi má taka að þá orti fólk vísur til að halda upplýsingum til haga,
og lærði vísur til að leggja upplýsingar á minnið. Nútímafólk notar yfirleitt annars
konar leiðir, m.a. leiðir sem tengjast tæknivæðingu nútímans. Það þróar með sér
annars konar tungumál, hugsun og þekkingu en forfeðurnir. Námið felur í sér aðlög-
un að menningu samtímans og jafnframt möguleika á þátttöku í menningunni og
þróun hennar.
Tungumálið skipar veigamikinn sess í náminu samkvæmt þessum kenningum
(Vygotsky, 1989). Hugtökin eru eins konar verkfæri sem gera okkur kleift að hugsa
um það sem við upplifum og til að tjá okkur í samskiptum við aðra. Vygotsky gerir
greinarmun á tvenns konar hugtökum; sjálfsprottnum hugtökum sem lærast í dag-
legu lífi og athöfnum, og fræðilegum hugtökum sem eru afsprengi menningarinnar.
Fræðileg hugtök eru notuð til að túlka fyrirbæri, flokka og útskýra og þarfnast sér-
stakra skilgreininga. Sem dæmi má nefna hugtökin nafnorð og sagnorð, andheiti og
samheiti, og einnig hugtök sem kennaranemar glíma við á námskeiði í sálfræði,
skema og skilyrðing. Þessi tvenns konar hugtök lærast á ólíkan hátt og tengsl milli
orðs og inntaks eru ólík. Sjálfsprottnu hugtökin verða sjálfkrafa hluti af vitund okk-
ar vegna þess að þau tengjast beint hlutum, skynjunum og daglegri reynslu og lær-
ast í athöfnum, störfum, í leik og í samskipum við aðra. Fræðilegu hugtökin eru
flóknari, og þau innhverfast smátt og smátt í vitund okkar. Einstaklingur sem leitast
við að skilja fræðilegt orð sem hann þekkir ekki verður að glíma við merkingu þess
– t.d. í samræðum við aðra – og tengja hana við önnur hugtök sem hann þekkir
(Vygotsky, 1989). Þessi innri vinna leiðir til þess að orðið fær smátt og smátt
R A G N H I L D U R B J A R N A D Ó T T I R
33