Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 35
staklinganna til að ráða við ný viðfangsefni að breytast. Þroskasvæðið „færist til“,
vegna þess að möguleikar þeirra á að ráða einir og óstuddir við svipuð viðfangsefni
breytast við áreynsluna og samskiptin.
Hugtakið vinnupallar (scaffolding; sjá m.a. Bruner, 1983; Berk og Winsler, 1995)
hefur verið notað til að skilgreina í hverju stuðningur þess sem veit meira getur falist;
þ.e. hvaða leiðir er heppilegt að nota miðað við að verið er að styðja við það nám sem
fram fer innra með einstaklingnum. Stuðningurinn getur t.d. falist í að vekja áhuga á
viðfangsefnum, sameiginlegri þrautalausn, aðstoð við að setja markmið og hluta
verkefni niður í viðráðanlegar einingar.
Vygotsky rannsakaði einkum nám og þroska barna en í seinni tíð hafa kenningar
hans verið notaðar sem grunnur að viðamiklum rannsóknum á námi fullorðinna á
starfsvettvangi (Edwards o.fl. 2002; Engeström, 1987; Chaiklin, 2001; Lave og Wenger,
1991). Starfsnám, t.d. kennaranám, er þá túlkað sem ferli þar sem nemandinn eða ný-
liðinn verður sífellt upplýstari þátttakandi í starfi og starfssamfélagi. Nám felst í úr-
vinnslu á þekkingu og reynslu þar sem nemandinn þróar með sér nýjar leiðir til að
túlka og bregðast við umhverfinu (Lave og Wenger, 1991). Samskipti við reyndari ein-
staklinga, t.d. leiðsögukennara og sú ögrun sem felst í félagslegum samskiptum og
menningarlegri umgjörð starfsins, eru talin skipta sköpum í slíku aðstæðubundnu
námi (Edwards o. fl., 2002). Leiðsögn felst í að styðja námsmanninn í virkri þátttöku í
samfélagi þar sem þekking er notuð og sífellt endurskoðuð; markmiðið er að hann
öðlist vald á sífellt fjölbreyttari leiðum til að túlka og bregðast við því sem gerist í dag-
legu starfi. Slíkur stuðningur felst ekki síður í því að skapa aðstæður fyrir ögrandi við-
fangsefni og félagsleg samskipti en í því að hvetja og aðstoða nemendur við eigið nám.
ÞÁTTTAKENDUR OG AÐFERÐIR
Í greininni er leitað svara við því:
• Hvernig kennaranemar telja námið í Kennaraháskóla Íslands styðja við
– afmarkaðar hliðar eigin starfshæfni: að gera, að þekkja/vita, að vera, að ígrunda
– hæfni þeirra til að takast á við erfið viðfangsefni kennarastarfsins skv.
þeirra eigin skilgreiningu
• Hvers eðlis breytingar á starfshæfni kennaranema eru og hvað helst hefur
áhrif á þær breytingar.
Þátttakendur rannsóknarinnar voru kennaranemar sem hófu nám á grunnskóla-
braut, í staðnámi, við Kennaraháskóla Íslands haustið 2001 og luku flestir náminu
vorið 2004.
Haustið 2001 auglýsti ég eftir þátttakendum í rannsókn á þróun starfshæfni kenn-
aranema og ákvað að takmarka mig við staðbundið nám á grunnskólabraut. Um það
bil 100 nemar í þessum hópi (70%) óskuðu eftir þátttöku. Nokkuð fækkaði í hópnum
þegar leið á námið.
Tíu þátttakendur gegndu tvöföldu hlutverki; þeir gáfu vilyrði sitt í upphafi til að
vera samstarfsaðilar við rannsóknina. Þeir önnuðust úrvinnslu gagna, áttu þátt í að
skipuleggja einstaka þætti rannsóknarinnar, m.a. innihald og framsetningu spurn-
R A G N H I L D U R B J A R N A D Ó T T I R
35