Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 22

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 22
22 orðið fyrir taugaáfalli út af þessu.“ Hún sagðist hafa hugsað um að svipta sig lífi og í framhaldi af þessu hefði hún leitað til geðlæknis og fengið þá þunglyndisgreiningu. Lýsing einnar stúlkunnar á líðan sinni var vægast sagt mjög átakanleg og greinilegt að henni leið mjög illa. Hún sagðist stundum vera það langt niðri að hún brotnaði niður þegar hún kæmi heim og lægi þá upp í rúmi allan daginn. Sama gat gerst í skól- anum. Hún sagðist til dæmis hafa bugast eftir að stelpurnar voru farnar úr búnings- klefanum, eftir leikfimitíma, og sat þar og grét en fór svo inn í sturtu og þvoði af sér tárin. Þessi stúlka hefur einnig fengið þunglyndisgreiningu og hún bretti upp ermi á vinstri handlegg og sýndi mörg ör, eftir að hafa skorið sig og sagði: ,,Eða sem sagt, ég hef oft reynt að fremja sjálfsmorð.“ Afleiðingar eineltisins eru mjög alvarlegar fyrir þolendurna sem hér var rætt við og hafa þannig áhrif á bæði líðan og nám þeirra. Eineltið hefur þau áhrif að þolendur eiga erfitt með að þora að mæta í skólann og þeim líður ekki vel þar. Móðir Birnu sagði frá því að einn daginn eftir að Birna hafði verið í ,,yfirheyrslum“ hjá gerandanum á MSN hefði hún ekki þorað í skólann. Hún sagði: Daginn eftir ætlaði Birna ekki að þora að fara í skólann, því hún þorði ekki að svara [gerandanum] augliti til auglitis … og hún fór ekki í skólann tvo næstu daga á eftir … og smám saman minnkaði áhuginn á skólanum. Aðrir fóru í skólann en mættu svo ekki í tíma því vanlíðanin var svo mikil. Eygló fór í skólann en mætti ekki í tímana því hún ,,var svo þreytt á þessu fólki.“ Þá fór hún í tölvuverið og var þar í stað þess að mæta í tíma en hún sagði þetta náttúrlega hafa haft gífurleg áhrif á námið. Önnur stúlka sagði: Mig langar stundum ekkert í skólann á morgnana … og mér líður alltaf illa í hádegishléinu. Ég fer stundum, bara mjög oft, heim í hádegishléinu, því ég vil ekki vera hérna, bara til þess að gera eitthvað … því mér finnst ekkert gaman að sitja bara ein uppi í skólastofu og læra eða eitthvað. Í tilfelli Dagnýjar versnaði ástandið smám saman. Henni leið ekki vel innan um fyrr- verandi vinkonur í skólanum og fór að mæta verr í skólann og námið gekk ekki eins vel og áður. Hún taldi það örugglega eitthvað hafa spilað inn í að hún var með þessum stelpum í tímum. Um aðalgerandann sagði hún: ,,Hún var orðin svo rosalega grimm manneskja sko að mér fannst svolítið óþægilegt að hitta hana.“ Vanlíðanin var það mikil að hún mætti ekki í tíma þó hún væri komin í skólann. Hana langaði bara ekkert að fara í tíma. Henni leið illa, mætti ekki í skólann og námið dalaði, og að lokum var hún rekin úr skólanum. Hún sagði: ,,Tveim vikum fyrir prófin þá var mætingin orðin svo slæm að ég var rekin. En ég fékk undanþágu til að taka prófin og … náði kannski tveim, þrem prófum.“ Eftir þetta ákvað hún að fara ekki meira í skólann og er nú farin að vinna. Það eru fleiri sem ákváðu að hætta í skólanum eftir að hafa orðið fyrir einelti. Móðir Birnu sagði að um vorið, þegar mætingin var farin að versna mikið og áhuginn á náminu að dala, hefði Birna ákveðið að hætta. Guðrún (móðirin) fór svo og talaði við námsráðgjafann í skólanum: ,,Þá var ég í raun og veru að tilkynna að hún ætlaði að hætta.“ ,,HÆGIST MEIN ÞÁ UM ER RÆTT“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.