Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Qupperneq 106

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Qupperneq 106
106 frelsis til að tjá þær sé virtur, er einnig mikilvægt. Þá er líka talað um samábyrgð í Að- alnámskránni sem vísar til samskipta við fólk og umgengni við náttúru og umhverfi. Samábyrgðin leiðir hugann að hugtakinu traust. Lýðræðið byggir meðal annars á trausti. Danski heimspekingurinn og guðfræðingurinn Knud E. Løgstrup, sem uppi var á síðustu öld, hefur verið vakinn til nýs lífs í umræðum um siðfræði og grunngildi skólstarfs á Norðurlöndunum (Halvorsen, 2005). Hann vildi í staðinn fyrir megin- áherslu á sjálfstæði einstaklingsins túlka mannlífið sem „sambandið hvert við annað“. Í því sambandi er traustið milli einstaklinga grundvallaratriði (Løgstrup, 1956). Finnskur guðfræðingur, Tage Kurtén (1997), tekur í sama streng og lítur á traustið sem grundvallandi afstöðu í lífsviðhorfi einstaklingsins. Traust er reyndar líka trúarlegt hugtak og tengist því gildum kristins siðgæðis. Trúarhugtakið í Biblíunni merkir til að mynda fyrst og fremst traust og þegar talað er um hinar svokölluðu þrjár kristilegu dygðir, trú, von og kærleika, er merkingin sú sama. Samþætting þátta úr grískri heim- speki og kristinnar guðfræði við upphaf miðalda fól meðal annars í sér að hugmyndir Platons um höfuðdygðirnar fjórar (hugrekki, hófsemi, visku og réttlæti) voru lagaðar að kristni og síðan bætt við þessum þremur þannig að úr urðu sjö dygðir. Á grundvelli markmiðsgreinar grunnskólalaga um að skólastarfið skuli mótast af lýðræði og kristi- legu siðgæði má færa rök fyrir því að traust eigi að vera grundvallargildi í skólastarfi. En fyrir því eru líka félagsleg rök því samfélag þar sem ekki ríkir traust verður fljótt tortryggni og sundurlyndi að bráð. Traust tengist samskiptum fólks en líka samskipt- um einstaklinga og stofnana samfélagsins. Samtöl við unglinga í rannsókn sem ég hef verið að vinna að ásamt Gunnari Finnbogasyni leiða í ljós að eitt af því sem unglingar meta mest í samskiptum við fjölskyldu og vini er traust (Gunnar E. Finnbogason og Gunnar J. Gunnarsson 2006a; 2006b). En hvað um önnur gildi kristins siðgæðis? Ef til vill þykir ekki við hæfi á fjölmenn- ingartímum að tala um kristin gildi í tengslum við opinbert skólastarf. Ég tel þó að undan því verði ekki hlaupist þar sem þau hafa mótað samfélag og menningu hér á landi svo mjög að þau eru samofin hugsun okkar og háttum. Aðalnámskráin telur upp þrjú slík gildi, ábyrgð, umhyggju og sáttfýsi, sem ég hygg að megi fallast á að séu mikilvæg fyrir samfélagið í heild sinni og þar af leiðandi skólastarfið. Ábyrgð og réttlæti er mikilvægt í mannlegum samskiptum og ábyrgð á öðrum hlýtur að fela í sér umhyggju og kærleika. Þá er ekki síður mikilvægt að hafa sáttfýsi og fyrirgefningu að leiðarljósi. Kjarni kristilegs siðgæðis er í rauninni róttæk krafa um náungakærleika. Manngildið er því í öndvegi, jafngildi einstaklinganna, þar sem hver einstaklingur er virtur og elskaður eins og hann er. Úr því að ég er búinn að nefna hér bæði trú og kærleika get ég ekki stillt mig um að bæta við nokkrum orðum um þriðju kristilegu dygðina, þ.e. vonina. Bandaríski siðfræðiprófessorinn James M. Gustafson (1971) fjallar um þessar þrjár dygðir og setur þær í félagslegt samhengi. Hann spyr meðal annars: Getur mannlegt samfélag staðist án vonar? Hann bendir á að von er ekki bara bjartsýni sem byggist á slagorðum eða sjálfshvatningu. Von er að hans skilningi sannfæring um að framtíðin feli í sér mögu- leika og tækifæri fyrir manninn. Vonin flytur með sér dáðir sem breyta eðli mann- legra samfélaga í samræmi við dýpstu siðferðilegar og andlegar þrár mannsins. Hann V IÐHORF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.