Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 111

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 111
111 Þau hugtök sem hér hefur verið fjallað um liggja til grundvallar helstu stefnum sem telja má til fjölmenningarlegrar menntunar (E. multicultural education) í víðum skilningi í dag. Þó að áherslur mismunandi stefna séu nokkuð ólíkar eftir löndum og heimsálfum eru grundvallarhugtökin hin sömu. Banks (2005) er einn af þeim fræði- mönnum sem hvað mest hefur skrifað um fjölmenningarlega menntun undanfarin ár. Hann leggur áherslu á að fjölmenningarleg menntun sé a.m.k. þrennt: Hugmynd eða hugtak, umbótahreyfing í menntun og ferli. Í fjölmenningarlegri menntun felst, að mati Banks, sú hugmynd að allir nemendur – óháð kyni þeirra, stétt, menningu og uppruna – ættu að hafa jöfn tækifæri til að læra í skólum. Önnur mikilvæg hug- mynd í fjölmenningarlegri menntun er, að mati Banks, að sumir nemendur hafi, vegna framangreindra einkenna svo sem stéttar eða menningar, betri tækifæri til að læra í skólum eins og þeir eru skipulagðir um þessar mundir en aðrir nemendur sem til- heyra öðrum hópum. Annað mikilvægt einkenni fjölmenningarlegrar menntunar er að hún byggist á þeim grunni sem hver nemandi hefur og nýtir þann veruleika sem grundvöll til að byggja á frekara nám þeirra, frekar en að gera lítið úr þekkingu þeirra og sjálfsmynd (Nieto, 1999). Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að hafa í huga að þátttaka í mótun gilda í skólastarfi er sameiginlegt verkefni skólasamfélagsins í heild. Til þess að þau nái að þróast þarf skólasamfélagið allt að styðja þau og starfa á grunni þeirra. Sergiovanni (1999) lýsir í sama anda skólum sem samfélögum þar sem ólíkir eiginleikar einstaklinga, svo sem menningarlegir og trúarlegir eru sameinaðir í heild þar sem gagnkvæm virðing ríkir. Að mati fræðimanna er jákvæður, eflandi og lýðræð- islegur skólabragur einnig líklegur til að styðja þróun og framkvæmd ofangreindra grunngilda og vinna gegn hvers konar mismunun (Nieto, 1999; Ryan, 2003; Wrigley, 2000; 2003). Cotton, Hassan, Mann og Nickolay (2003) fjalla um mikilvægi sýnar eða hugsjónar í því að þróa jákvæðan skólabrag og nauðsyn þess að sú sýn sé virk í skóla- starfinu í heild, ekki bara orð á blaði. Mannréttindi, virðing og fjölbreytileiki eru mikilvægustu grundvallargildi í skóla- starfi í fjölmenningarsamfélagi. Gagnrýnin hugsun og lýðræðisleg þátttaka eru einnig mikilvægir þættir sem nauðsynlegt er að þjálfa með börnum frá unga aldri. Fræði- legur grunnur fjölmenningarlegrar menntunar byggist einmitt á þessum grundvall- argildum. Íslensku aðalnámskrárnar eru að vissu marki einnig hliðhollar þeim, en um leið er þar gengið út frá sérstöðu og yfirráðum ríkjandi menningar, tungu og trúar- bragða, og gætir þar því nokkurrar þversagnar. Skólar á Íslandi eru sumir farnir að tileinka sér framangreind grundvallargildi, en mikilvægt er að skólasamfélög í heild sinni taki þátt í þeirri þróun og að samstaða náist um útfærslu þeirra í skólastarfinu. Að auki þurfa sömu gildi að liggja til grundvallar í stefnumótun á ólíkum sviðum samfélagsins og efla þarf þátttöku allra þegna. Auk þess að taka þátt í mótun sameig- inlegs gildakerfis þurfa þegnar samfélagsins að geta yfirfært grundvallargildi þess og nýtt þau í lífi og starfi. Aðeins þá er hægt að tala um fjölmenningarlegt samfélag þar sem félagslegt réttlæti ríkir. HANNA RAGNARSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.