Morgunn - 01.12.1923, Síða 31
MORGUNN
157
'um lófa. Greifinn gætti hægri handar miðilsins, en ég (c:
•dr. Geley) hinnar vinstri. Því næst er með höggum stafað
miafnið „Olesia”, sem var skírnarnafn framliðinnar systur
greifans. Að lokum sést alt í einn sjálfbjört vera hjá höfði
greifans. —
Hér fer á eftir skýrsla greifans sjálfs. Yér birtum hana
•með því fororði, að samverkamaður vor ber sjálfur alla á-
•byrgð á frásögninni um það1, sem kom fyrir hami einan.
Skýrsla greifans:
,,.... Miðillinn situr fyrir framan borðið utan við myrk-
•urbyrgið. Dr. Geley heldur í vinstri hönd miðilsins, ég í
-hægri höndina. Fundarmenn haldast í hendur. Miðillinn
fellnr fljótt í dá, eins og heyra má á hinum sérkennilega
andardrætti hans. Ljósbjarmar birtast yfir miðlinum og á
hlið við hann. Eg finn snertingar og verð var við, að ein-
hver er til vinstri handar við mig á milli mín og Franeks.
Tjöldin fyrir myrkurbyrginu fara að hreyfast og bólgna út,
•eins og vindur standi í þau. Eg finn, að einhver hjúpar
sig með forhengi, lýtur að mér og segir skýrt og greinilega
orðið „Thomasch“ í eyra mér. Hann stafar síðan orðið með
höggum. Eg spyr: ,,Er það Thomas Potocki?“ Svo hét
frœndi minn einn, sem leg var mjög samrýndur; hann er
■dáinn fyrir átta áx*um. Eg fæ all-þung og marg-'endurtekm
högg á öxlina, og virðast þau eiga að vera jákvætt svar
við spuimingu minni. Frændi minn var mikill fjörmaður og
ákaf'ur í lund. AUir viðstaddir heyrðiu höggin, sem skullu
hátt á öxl minni.
Eg þakkaði honum fyrir komuna og spurði, hvort eg
gæti gert nokkuð fyrir hann. Þögn. Eg spurði hann, hvort
hann sæi „ljósvakalíkama“ systur minnar, sem er dáin
fyrir þremur árum. Svar: „Já.“ í sömu svipan fann ég
kvenhönd vera lagða mjúklega á enni mitt; höndin gerir þar
krossmark og ritar hring utan um það, eins og systir mín
var jafnan vön að gera í lifanda lífi, er hún kvaddi mig.
Eg þekkti hönd hcnnar í daufum bjarma fyrir framan rönd-