Morgunn - 01.12.1923, Page 106
232
MORQDNN
ur hin óðara með botninn. Mál og kveðandi hafa þær á valdi
sínu með afbrigðum.“
Við umræðurnar, sem fóru fram í sumar í
Kriatinn Kinverji. avíkurblöSunuin um kristniboð, rifjað-
ist upp fyrir þeim, er þetta ritar, tveggja ára gamalt viðtal viö
lcristinn, hámentaðan Kínverja. Vér spurSum hann, hvernig
hann liti á kristniboð vestrænu þjóöanna á ættjörð lians.
Hann svaraði hiklaust, að yfirleitt teldi hann það vera til ills.
Oss hnykti við, og sú spurning kom upp í huganum, hvað
affrir mundu segja, þegar kristnu Kínverjarnir töluðu svona.
Vér spurðum hann, hvernig hann gerði grein fyrir þessari
skoöun. Ilann sagði, aö mikið af kínverskum misindismönn-
um safnaðist utan um kristniboðið. I skjóli þess og vestræna
valdsins brytu þeir lögin með ýmsum hætti, og mjög örðugt
væri, og stundum ókleift, að beita lögunum við þá. Þetta ylli
óánægju-ólgu, og ekld gæti sér fundist, að þessi starfsemi
svaraði kostnaði.
Raddir (jeKn Vitanlega viljum vér ekki lialda því að nein-
krintntboisinu. nl11) ag skoðun þessa Kínverja sé rétt. Eins
manns skoðun á slíku máli getur ekki ráðið úrslitum, þar sem
engin sjálfstæð þekking á því er fyrir. En ekki er þess að
dyljast, að sams konar raddir eru margar. Það vita þeir, sem
haí’a veitt því nokkura athygli, er sagí hefir verið um þetta
mál víðsvegar um heiminn. Einkum eru raddirnar háværar,
þegar gamlar og miklar mentaþjóðir eiga í hlut, þar sem forn
trúarbrögð hafa náð margra alda þroska, eins og Kínverjar
og Indverjar. En því fer líka fjarri, að menn séu á eitt mál
sáttir um kristniboðið með þeim þjóðum, sem á lægra menn-
ingarstigi standa. Rétt til dæmis mætti benda á sumt af því,
er liinn heimsfrægi landkönnuður Yilhjálmur Stefánsson segir
frá í hinni ágætu bók um dvöl lians með Eskimóum (,,My
Life with the Eskimo“). Af þeim frásögnum verður það ekki
ráðið, að kristniboðið hafi í neinum efnum gert mennina