Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 5
M0E6U NN
131
hvers konar óljósri tilveru í millibilsástandi, unz dóms-
lúðurinn gellur og hinir dauðu rísa upp til eilífrar sælu
eða eilífrar vansælu. Þá opnast grafirnar og þeir vakna
til fullrar meðvitundar um ástand sitt. í trúarhugmynd-
um lútherskra manna á síðustu öldum virðist ekki vera
gert ráð fyrir neinni framför eða afturför eftir dauð-
ann. Þá er of seint að iðrast og hver verður að sitja þar
sem hann er settur. Um samband við þá, sem lifa eftir,
er ekki að ræða. Endurfunda-vonin fær ekki uppfyll-
ing sína fyr en þeir, sem nú lifa, eru dánir. Þannig eru
hugmyndir sumra manna enn í dag.
Enginn vafi er á því, að sumt í þjóðsögunum er fóst-
ur þessarar trúar. Draugasögur og uppvakninga eru
glöggur vottur þess, að menn hugsuðu sér hina dánu
sofandi niðri í moldinni. Það kemur víða fram, hversu
holdið var talið nátengt meðvitund manna eftir dauð-
ann.
Allir kunna vísuna:
„Köld er mold á kórbak,
kúrir þar undir Jón hrak“.
(J. A.)
Svipuð er vísa, sem Filippus nokkur, er úti varð í Norð-
fjarðarnýpu, átti að hafa kveðið við sofandi mann. Hún
hefst þannig:
„Köld er klökug fold,
kennir þess dauðlegt hold“.
(S. S.)
Einu sinni kvartar dauður maður í draumi um þunga
ofan á fótunum á sér, öðru sinni um kulda. Ástæðan
átti að vera sú, að illa væri breitt ofan á líkið á fjölun-
um. Loks er eitt dæmi þess, að sá dáni beri sig upp und-
an því, að tóbakspontan, sem lent hafði í líkkistunni,
stingist inn í lærið á sér. — Af sömu rótum er og runn-
in sú trú, að þeir, sem deyja fullir af hatri og í ósátt við
9*