Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 22
148
M 0 R G U N N
ert sé eðlilegra, ekkert mannlegra en það, að um þessi
efni sé spurt.
En mennirnir eru svo ólíkir, að þeir kjósa ólíkar
leiðir til þess að svala eilífðarþorsta sínum, og því vilja
sumir ekki leita til sálarrannsóknanna með vandamál sín
og velja heldur leið hinnar dulrænu trúarreynslu, og á
sviði hennar verður hinn mikli guðsmaður og sjáandi
Sundar Singh til þess að svala hinum geysi-mikla þorsta
nútímans eftir þekking á andlega heiminum; um allan
hinn kristna heim eru bækur hans lesnar af aragrúa
þyrstra sálna.
Og hver er svo niðurstaða allra þessara spurninga?
hvað vita menn þá bezt um afdrif framliðinna vina sinna
og það sem við sjálfum þeim tekur eftir dauða líkamans?
Sannarlega er þekking vor þar í molum, en af því að það
er verkefni vort hér í húsi Guðs, í kvöld, að minnast fram-
liðinna, tel eg mér það skylt, sem presti yðar, að minn-
ast á nokkur atriði þess, sem eg tel mig sannast vita um
þessa miklu ráðgátu.
I>egar í þessu lífi virðast menn lifa a. m. k. í tveim
líkömum, efnislíkamanum, sem vér sjáum, og andlega lík-
amanum, sem Páll postuli segir að hver maður lifi í þeg-
ar eftir andlátið. Þegar jarðneski líkaminn deyr, losnar
hinn frá og sálin fylgir honum, „dýrðarlíkamanum“, sem
Páll svo nefnir. Líkamsdauðinn breytir ekki eðlisgerð
sálarinnar; þverbrestirnir í lunderninu, kærleiksleysið,
girndirnar o. s. frv. alveg eins og kostirnir, fylgja sál-
inni óbreyttir, og í skynjun all-flestra mun hið nýja líf,
a. m. k. fyrst í stað, vera all-líkt hinu gamla, og eins og
n. tm. kennir oss, standa lífsskilyrðin þar í beinu sam-
bandi við jarðlífsbreytnina. í nýju, íslenzku leikriti er
þessari staðreynd fagurlega lýst með því, að göfug stúlka
segir við mann, sem er ný-kominn „yfir“, að hann geti
ekki búist við neinni hátíð þar, ef ekki sé hátíð í hans
eigin sál. Þegar þangað kemur, verða áreiðanlega margir
varir við það, að þar er „grátur og gnístran tanna“, því