Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 102
228
M 0 11 G U N N
ir þetta áfelli, eigi hann að gjöra öðrum rannsóknar-
mönnum kost á nýjum tilraunum með sig. I>ví er viðbætt,
að sálarrannsóknastofnunin í París muni opna hlið sín
fyrir honum, hvenær sem hann berji þar að dyrum.
í umræðunum um þetta Oslóar-mál minnir annað
merkt, franskt tímarit, „Revue Spirite“, á ummæli ítalska
prófessorsins Bozzano, sem er einn af ágætustu sálar-
rannsóknamönnum heimsins, og einn þeirra manna, sem
mesta reynslu hefir af miðlum. Hann ritaði þau í ítalskt
tímarit út af tilraunum annara háskólamanna, með ann-
an ágætis miðil, tilraunum, sem tekizt höfðu ógiftusamlega.
„Miðlarnir eru ekki vélar“, segir prófessorinn, „heldur
lifandi verur, hugsandi verur og afar hrifnæmar. Öttinn
við að eiga að leggja sig undir stranga rannsóknarnefnd,
skipaða prófessorum og fjandsamlegum tilraunamönnum,
fyllir hug þeirra, truflar þá og ónýtir með því fyrirbrigð-
in. Þessi staðreynd er sálarfræðilega óhjákvæmileg; ár-
angursleysið verður þá þeim að kenna, sem stofna til
slíkra tilrauna. 1 þess stað ætti að hafa eftirlit með miðl-
inum með þeim hætti, að hann hefði enga hugmynd um
eftirlitið. Með því móti væri unnið á móti óttanum, og
þá mætti búast við ágætum fundi. En hvernig haga menn
sér? I>eir byrja með því að auglýsa í pólitískum blöðum,
hve fyrirtaks vel rannsóknarnefndin sé skipuð; í henni
séu fyrsta flokks vísindamenn (sem nær því undantekn-
ingarlaust hafa enga þekkingu á málinu) og þeir ætli að
beita ströngum, vísindalegum varúðarráðstöfunum.- Mið-
illinn les þetta og bíður með angist þess augnabliks, er
hann á að koma á þennan fund. Hann er viðkvæmari en
menn eru alment, og hann kemst í það hræðsluástand,
sem kúgar miðilshæfileikann um stund. Og það er ávalt
undir slíkum niðurdreps-skilyrðum, að rannsóknarnefnd-
irnar byrja starf sitt. Þetta er ástæðan til þeirra óhappa,
sem nú og áður hafa gerst. Vér skulum vona, að hjá þeim
verði komist eftirleiðis".
„Þetta er“, segir franska blaðið, sem áður er nefnt,