Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 87
M0R6UNN
213
Draum þennan sagði eiginmaður minn, Ólafur
Helgason, mér og öðru heimilisfólki okkar þegar dag-
inn eftir að hann dreymdi hann, og er draumur þessi
skráður hér nákvæmlega eins og hann sagði hann þá'.
Helgustöðum, 17. sept. 1931.
Guðný Stefánsdóttir.
Ýms dularfull fyrirbrigði.
Eftir t?órð Kdrason
á 5tóra-Fljóti í Biskupstungum.
Svipur.
Þegar Jóhann Kr. Ólafsson bjó í Austurey í Laugar-
dal, var það eitt sinn að kvöldi dags, að hann var í fjós-
inu að vatna kúm sínum. Skuggalegt var í fjósinu, en þó
ljóstýra, er lýsti að nokkru.
Eitt sinn, er hann bar vatnsfötu upp í bás til einnar
kýrinnar, sér hann strák i gráum fötum koma snögglega
inn á flórinn. En er hann hefir losað við sig fötuna, sér
hann ekki meira eftir af honum og furðar sig á, hve snögg-
lega hann hvarf aftur, því að hann hélt að þetta hefði ver-
ið drengur þar af heimilinu, Kristinn að nafni, kallaður
Kiddi. En þegar Jóhann kom í bæinn, spyr hann um þetta
Var honum sagt, að Kiddi hefði verið í baðstofunni og
ekkert frarn farið. En rétt á eftir kom rnaður austan úr
Tungum, Jón Brandsson að nafni, kunnugur þar á heimilinu
'°g gisti um nóttina.
L