Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 20
146
M0E6UNN
hversvegna? og hvert? Þessa mynd kannist þér við, hún
hefir fylgt mannkyninu frá upphafi, hún er því jafn-göm-
ul og um engan hlut erum við vissari en það, að hún
muni halda áfram að fylgja því.
Þetta er æfagömul saga og hún hefir gerst víða í
dag. Ungur maður hittir konu, sem vekur ást hans og
um stund lifa þau í djúpri sælu, en á morgni lífsins er
annað þeirra kvatt á braut, en hitt situr eftir með sárs-
aukann og spurningarnar. Foreldrum fæðist barn, það
dafnar um stund við brjóst þeirra, en svo er það aftur
kvatt frá þeim og þau sitja eftir með harminn, sem mörg-
um verður þungur og sár, og þau spyrja ; hversvegna? og
hvert? Og vér sjáum atorkusaman mann, lífskrafturinn og
starfsþrekið byltist í hverri taug, en skyndilega er hann
horfinn og um er spurt: hversvegna? og hvert? Og áð-
ur en varir erum vér öll á braut, eftir nokkur ár, — enginn
af oss veit hve fá þau verða — erum við, þú og eg, ekki
lengur á þessari jörð og þá spyrja ennþá þeir, sem eft-
ir verða: hversvegna? og hvert? Og er það undarlegt að
þannig sé spurt? Er það undarlegt, að menn spyrji um
lífið eftir dauðann, þegar þess er gætt hve algengt það
hugboð eða sú sannfæring er, að lífsskilyrðin, þegar þang-
að kemur, fari eftir því, hvernig lífinu var lifað á jörð-
unni ? „Þú átt ekki að hugsa um annað líf vegna þess að
þú fær aldrei neina vitneskju um það“, er við oss sagt.
I þeim efnum megum vér ekki láta oss nægja sleggju-
dóma annarra, svo framarlega sem vér látum oss nokkru
skifta helgustu skyldu lífsins: einlægnina við Guð og
vora eigin sál, og því ber oss sjálfum að leita. Og það
þýðir ekkert að bera þann boðskap á borð fyrir mennina,
að þeir eigi ekki að vera að hugsa um annað líf, því að
mönnunum er sú þrá í brjóst borin að spyrja um það,
sem framundan er, jafnvel þótt það liggi fyrir handan
gröf og dauða, og mennirnir geta ekki hætt að spyrja um
þau bústaðaskifti, sem óneitanlega tákna merkasta áfang-
ann af þeirri braut mannsandans, sem oss er kunn. Nei,