Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 56
182
M 0 R G U N N
fengist við framliðna menn. Þessi sannleikur hefir mætt
þeirri mótspyrnu og þeim rengingum, sem fremur eru
fátíðar, þó að oft hafi nú stormurinn verið sterkur gegn
sannleikanum í veröldinni. Miljónir eftir miljónir flykkj-
ast nú utan um þennan sannleika, og sumir frægustu
vitmenn veraldarinnar veita honum öflugan stuðning.
Mér finst tæplega rétt að búast við því, að málinu stafi
veruleg hætta af neinu. En það getur orðið fyrir ýmsum
tálmunum. Og ein þeirra — ef til vill sú alvarlegasta —
er óæfðir og lélegir miðlar. Það eru fádæma fjarstæð-
ur og vitleysur, sem fram geta komið hjá þeim, og það
er ótrúlegt, hvað gagnrýnilaust fólk getur fengist til að
gleypa. Þetta getur varpað þeim blettum á málið, sem
örðugt getur orðið að má af, einkum ef rokið er í að gefa
fjarstæðurnar út á prenti.
En að hinu leytinu megum vér ekki missa sjónar
á því, að æfðir og áreiðanlegir miðlar eru með dýrmæt-
ustu mönnum veraldarinnar — og fyrir því er bókin
eftir Mrs. Leonard ágæt sönnun. Hún gefur oss meðal
annars bendingar um það, hve afar mikilvægt það er,
að vandlega sé skygnst eftir um sálræna hæfileika
manna, og að kapp sé á það lagt, að láta þá ekki renna
út í sandinn. Eg held, að einhvern tíma hljóti að því að
reka, að hin megna vanræksla í því efni þyki ekki að
eins raunaleg, heldur líka skringileg. Nú er farið að
leggja kapp á það um heiminn, og þar á meðal hér á
landi, að mæla, hvað menn eru langir og þykkir og
breiðir og þungir. Sízt kemur mér til hugar að áfellast
þær rannsóknir. En eg get ekki við því gert, að mér
finst skifta meiru máli um það að komast að því, hvort
með mönnunum kunni að búa þeir hæfileikar, sem geta
brúað djúpið milli heimanna og varpað ljósi yfir eilífð-
ar-örlög mannkynsins.
Ekki kemur mér til hugar, að eg sé fær um að sjá
út yfir þær breytingar, sem mundu verða, ef miðils-
hæfileikarnir kæmust í þann öndvegissess, sem eg tel