Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 67
M 0 R 6 U N N
193
Ungfrú X.
Eftir Einar Loftsson.
Síðastliðinn vetuv kom hingað til bæjarins ungfrú
ein, er vér að þessu sinni látum oss nægja að nefna ung-
frú X. Réðst hún vetrarstúlka til frúar einnar hér í
bænum, er vér nefnum frú N. Þegar leið á veturinn, tók
allmjög að bera á því, að ungfrú X yrði fyrir einkenni-
legum áhrifum. Ýmist varð hún fyrir þeim í tómstund-
um sínum eða við störf sín. Hún komst þá í alleinkenni-
legt ástand, vissi naumast af sér en starði út í bláinn á
alt og ekki neitt. Hún gat ekki gert sér neina grein fyr-
ir, af hverju þetta stafaði, reyndi að bægja þessu frá
sér eftir megni, en gat ekki við það ráðið. Olli þetta
henni margvíslegra heilabrota og líkamlegri og antílegri
vanlíðan.
Eftir því sem lengur leið virtust áhrif þessi verða
sterkari, svo að húsmóður hennar gat ekki dulist, að
hún var orðin alt önnur en þá er hún kom til hennar.
Húsmóður ungfrúarinnar þótti nú sennilegast, að vera
kynni, að ungfrú X væri gædd einhverjum sálrænum
hæfileikum, því að hún var nokkuð kunnug þeim mál-
um. Hún átti tal um þetta við fólk, er hún þekti, og
nokkra reynslu átti á því sviði. Niðurstaðan af þeim
samræðum varð sú, að hlutaðeigendur ákváðu að hitt-
ast eitthvert kvöld með ungfrú X og sjá, hvort nokkuð
gerðist í næi’veru ungfrúarinnar, er benti á það, að hún
væri miðilshæfileikum gædd. Auðsætt þótti viðstöddum,
að tilgáta húsmóðurinnar væri rétt. Þegar viðstaddir
höfðu gengið til sæta sinna og kyrð var komin á, féll
ungfrú X þegar í svefndá, og var í því ástandi hér um
hil eina klukkustund. Á meðan á svefndáinu stóð, tóku
viðstaddir eftir því, að einkennileg áberandi svipbrigði
13