Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 80
206
M 0 11 G U N N
Ngema færði sig stöðugt til kringum eldinn, sneri
sér líka við sjálfur, hnykti á við hverja hreyfingu og
herti alt af á hljóðfallinu. Loks hafði hann hlaðið á sig
öllum töfragripunum, en enn sneri hann sér lengi, lengi
kringum eldinn, þangað til ekki var annað eftir af
liminu en deyjandi logar, sem ekki réðu lengur við
myrkrið.
Alt í einu nam Ngema staðar. Frá rjáfrinu heyrðist
hvínandi, skipandi hvæs. Eg lyfti upp höfðinu. Liðlegur
líkami leið eftir kofanum. Svartur höggormur, hættu-
legustu tegundar, teygði sig frá gólfinu, lyfti upp höfð-
inu vonzkulega, rak með flýti út úr sér tunguna, reisti
sig upp, starði á mig uppréttur; þá stökk hann að töfra-
manninum, flaug á hann, vafði sig utan um hann.
Ngema brá ekkert við þetta, tók litla flösku, helti
úr henni rauðum legi, sterkþef juðum og beiskþefjuðum,
á hendur sér, nuddaði hann inn í allan líkama sinn, og
byrjaði á fótunum. Höggormurinn (eg hafði fyrir löngu
séð, að þetta var hans ,,þjónustuandi“, Elangela hans,
sá er framkvæmdi líflátsdóma hans) svarti höggormur-
inn losaði sig við mitti hans og vafði sig þétt utan um
hálsinn á honum, rétti sig upp og vingsaði sér um höf-
uðið á honum eftir hljóðbreytingunum í dansinum og
hljóðfallinu í söngnum.
Töframaðurinn sýndi engin merki þess, að hann
vildi aftra mér. Eg kveikti á blysi, svo að eg gæti séð
nákvæmlega alt, sem gerðist. Eldurinn varpaði frá sér
deyjandi geislum. Þá kom einn logi og alt var sloknað.
Ngema lá endilangur á rúminu. Einkennileg sýru-
lykt fylti kofann. Eg varð að hafa mig allan við að
verjast sljóleik, sem var nærri því búinn að ná valdi
á mér. —
Eg færði mig að Ngema. Höggormurinn var horf-
inn. Töframaðurinn svaf fast — mjög kynlegum svefni,
svefni framliðinna manna, hreyfingarlausum stjarfa-
svefni. —