Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 86
212
M 0 R G U N N
fyrirætlun þeirra mjög á móti skapi. Einkum féll mér
það mjög illa, að eg gat ekki varnað því, að Egill þraut
eina greinina af blómskrúði þessu og tók hana með sér.
Hinir létu að vísu að orðum mínum, en voru eigi að
síður hálf óánægðir út af beiðni minni, því að þeim
fanst eg með þessu eyðileggja öll sönnunargögn fyrir
því, að við hefðum nokkru sinni séð þetta. Eftir að Eg-
ill hafði tekið greinina, náði einhver undarlegur órói
tökum á hug mínum. Mér fanst eins og einhver geig-
væn hætta væri fi'amundan, er eg gat þó ekki gert mér
grein fyrir, í hverju væri fólgin. Fanst samt sem henni
yrði afstýrt, ef við færum heimleiðis fyrir utan ána, þó
að venjulega sé farið fyrir framan hana. Bað eg því þá,
er með mér voru, að fara ekki heim hina venjulegu
leið. Urðu allir við þeim tilmælum mínum, nema hinir
áðurnefndu fimm menn, er ekki létu skipast við inni-
lega þrábeiðni mína. Var tregða þeii’ra við að láta að
orðum mínum mér með öllu óskiljanleg, enda óvanur
öllu slíku af þeim, því slíkt hafði aldrei komið fyrir áð-
ur. — Hrökk eg þá upp af svefni við geðshræringu þá,
sem þetta olli mér, er leiðir okkar skildu.
Draum þennan set eg í samband við slys það, er
vildi til um hálfum fjórða mánuði síðar en mig dreymdi
draum þennan: þann 28. nóv. 1923, er vélbáturinn Kári,
sem gerður var út frá heimili mínu, fórst með öllum
mönnum, þeim fjórum, er eg hefi áður nafngreint. Egill
ísleifsson hafði látist, eins og áður er getið, þann 30.
okt. þ. á., og virðist sem diskurinn á enda borðsins, er
var næst mér og nokkuð frá hinum, bendi til þess.
Að framanritaður draumur sé skráður orðrétt sam-
kvæmt fásögn minni, staðfesti eg með undirskrift minni.
St. í Reykjavík, 10. apríl 1931.
Ólafur Helyason.