Morgunn - 01.12.1932, Blaðsíða 19
M 0 R G U N N
145
Framliðnir vinir vorir.
Préðikun fiutt á Hilra sálna messu 1931.
Eftir síra tón Ruðuns.
Það fer að verða að fastri venju hjá oss í þessum
söfnuði, að helga þennan sunnudag kirkjuársins minn-
ingunni um framliðna vini vora og hugsuninni um líf-
ið eftir dauðann. Og það er eðlilegt að einn af fyrstu
sunnudögum vetrarins sé til slíks valinn. Veturinn minn-
ir oss á hrörnun, hann er í ætt við dauða líkamans.
Ef vér ættum að velja eitt orð til þess að lýsa með
vorri jörð og því lífi, sem á henni er lifað, yrði það einna
helzt orðið ,,óstöðugleiki“. Vér skulum hugsa oss að vér
stæðum hjá og værum óháðir áhorfendur að hinum
marglita leik lífsins, þá sæjum vér svo að segja alt á
fleygi-ferð, vér sæjum fæðing og dauða, hrörnun og við-
reisn, vér sæjum óþrotlegar breytingar bæði í heimi
efnis og anda. 1 dag elskar einstakligurinn, á morgun
hatar hann, í dag elskar hann friðinn og á morgun
leggur hann af stað út í styrjöld, í gær vildi hann hrifsa
með valdi það, sem honum ekki bar, en í dag grætur hann
það, hversu fátt hann á til að gefa og þannig gengur það
koll af kolli. Og vér sæjum meira. Vér stæðum við þjóð-
veginn og sæjum tvo menn hittast, gleðin ljómar í aug-
unum, er þeir finna skyldleika sinn og þegar þeir gera sér
grein gagnkvæmrar samúðar, bindast þeir böndum
hreinnar og fölskvalausrar vináttu; síðar sjáum vér
vinina kveðjast, þegar vegir skilja, annar heldur á braut,
en ferðin var löng og hann kom aldrei aftur; og vér
leitum aftur vinarins, sem eftir varð; nú ljóma ekki
augu hans lengur af gleðinni yfir því, að hafa eignast
góðan vin, nú brennur á bak við þau sársauki, þau
stara órólega og leita út fyrir sjóndeildarhringinn:
10