Morgunn - 01.06.1935, Page 13
MORGUNN
7
þar sem þau komi þráfaldlega bæði fyrir hjá sama miðl-
inum. »Morgunn« hefir margsinnis skýrt frá rannsóknum
hinna frægustu erlendra vísindamanna á þessum efnum og
hann hefir þannig sýnt oss tvent: 1. hið óhemjulega og
fjölbreytta mikilvægi þeirra og hvílíkri stefnubreyting þau
hafa valdið hjá nokkurum frægum talsmönnum efnis-
hyggjuvísindanna gömlu, og 2. hefir hann sýnt oss, að
mörg þeirra verða einmitt notuð til að styðja skýring
spíritistanna.
Stórkostlegustu likamningafrásögur »Morguns« hygg
eg að séu um Brazilíu-miðilinn Mirabelli, manninn sem
hvarf skyndilega úr hópi vina sinna og fluttist með yfir-
venjulegum hættí til annars bæjar í 90 km. fjarlægð, á
tveim mínútum, manninn, sem var í bifreið með vinum
sínum á miðri götu, en hófst skyndilega úr sæti sínu tvo
metra í loft upp og var kyr í þeim stellingum í þrjár mín-
útur. Fyrirbrigðið, sem eg ætla að rifja upp með ykkur í
kvöld, gerðist hjá þessum afburðamiðli í björtu sólarljósi
um klukkan 10 að morgni í viðurvist margra mentaðra
manna. Miðillinn kveðst sjá í fundarsalnum þektan róm-
verskan biskup, sem hafði druknað. Yndislegan rósailm
leggur um salinn, en miðillinn fer i sambandsástand. Inni
ú tilraunasvæðinu, sem hringurinn lykur um, sést alt i einu
fin þoka. Allir horfa á hana, en höndum og fótum miðils-
ins er haldið. Þokan þéttist, ljómar um stund eins og gull-
ið ský og smám saman leysist úr henni mannsmynd. Hún
brosir með biskupshattinn á höfðinu og skrýdd öllum tign-
armerkjum síns háa embættis og nefnir nafn sitt með hvell-
um málrómi. Fundarmenn segja biskupinn svo skýran, að
ef ókunnugur hefði komið inn í fundarsalinn meðan á þessu
stóð, hefði hann haldið hinn framliðna biskup vera einn
fundarmanna. Fundarmenn standa upp hver á fætur öðrum
og rannsaka þessa merkilegu veru, sem tekur rannsókn
þeirra vingjarnlega; líkami hennar — verunnar — virðist
hafa líffærastarfsemi eins og líkamir jarðneskra manna, alt
«r fast fyrir og áþreifanlegt. Biskupinn talar við fundar-