Morgunn - 01.06.1935, Page 24
18
MOEGUNN
njóta sín þá eins og þeir gera endranær. Enn sé þess að
gæta að reynsla framliðinna manna af öðrum heimi sé að
sjálfsögðu mjög misjöfn, — og að ofan á alt þetta bætist
að oft geti það verið vafamál, hvort framliðnir menn séu
nokkuð riðnir við það, sem telji sig að vera skeyti frá
þeim, hvort það sé lengra að komið en úr huga miðilsins,
þó að miðillinn geti verið einlæglega sannfærður um að
frá sér sé það ekki.
í samræmi við þennan skynsamlega gagnrýnisanda,
sem »Morgni« hefir fylgt, er það, að þar ber tiltölulega
lítið á ítarlegum frásögum um hagi annars heims. Sumum
hefir fundist þetta galli á honum. Eg held að svo sé ekki.
Við vitum að miðlasamband er talsvert iðkað í heimahús-
um hér í bæ eins og sennilega víðar uin landið. Eg hefi
kynst þessu að nokkru og séð að »Morgunn« vinnur ákaf-
lega þarft verk með að reyna að viðhalda dómgreindinni
og sefa óskynsamlega trúgirni, því að ef trúgirnin og dóm-
greindarleysið leggur spíritismann undir sig, verður hann
að ógeðfeldu, já, mjög ískyggilegu fyrirbrigði. Frásagnir
um hagi framliðinna í annari veröld eru vitanlega margar
í »Morgni«, t. d. í síðasta hefti hans, eg ætla ekki að koma
með yfirlit fyrir þær, til þess vinst mér ekki timi. Eg veit
að þær hafa flutt mörgum huggun og gefið mörgum þrek
og það ætti maður í minni lífsstöðu að kunna að meta.
Um gildi spíritismans fyrir lífsskoðunina og órofa sam-
band hans við trúna hefir einkum ritstjórinn skritað svo,
að það ætla eg ekki að endurtaka, en þið vitið að það
er a. m. k. ekki ómerkilegasta hliðin á málefninu, að eg
taki ekki dýpra í árinni.
í upphafi orða minna sagði eg ykkur tilefnið að þessu
erindi rnínu. Eg ætlaði ekki að flytja ykkur neitt nýtt, eg
ætlaði að reyna að hafa af fyrir ykkur eina kvöld-
stund með því að rifja upp það gamla, líta með ykkur um
öxl. Eg ætlaði ekki að fara ítarlega út í einstök atriði, það