Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 27
MOKGUNN
21
hvers vegna. Hann sagði, að organistinn hefði ekki komið.
Eg lét þess getið, að í minni æsku hefði ekkert orgel verið
í kirkjum. Samt hefði verið messað. Þar sem svona margir
hefðu komið til kirkju, hlyti að vera unt að syngja nokk-
ura sálma orgellaust. Já, sagði prestur, en það vill enginn
leggja út i það að svara prestinum. Mér fanst þetta í meira
lagi inikill hégómi — að guðsþjónustan væri látin stranda
á því, að enginn vildi tóna setningarnar »Og með þínum
anda«, »Guði sé lof og dýrð fyrir sinn gleðilegan boðskap«
og orðið »Amen«. Kristindómurinn hefði áreiðanlega orðið
hægfara um heiminn, ef Jesús frá Nazaret, Páll postuli og
samherjar hans hefðu verið svona miklir rítúalsmenn. En
við þetta sat. Messa varð engin þann dagirm. Samt fórum
við í kirkjuna, því að barn hafði verið flutt þangað til
skirnar. Og eg hefi aldrei heyrt jafnglymjandi söng í sveita-
kirkju eins og við þessa barnsskírn. Og eg gat ekki var-
ist þeirri hugsun, að óneitanlega væri það minni fyrirhöfn
fyrir prestinn, að skíra barnið en að messa og standa skil
á boðlegri ræðu, og að sá mismunur kynni að hafa valdið
nokkuru um messufallið. Og ekki er þess að dyljast, að
heyrt hefi ég þá tilgátu um suma prestana, að þeim muni
ekki sérlega ant um að koma á messum og jafnvel að
þeir séu svo komnir út úr starfinu fyrir langvint æfingar-
leysi, að þeir geti ekki lengur samið ræður, sem frambæri-
legar séu. Ekki skal eg nokkurn dóm leggja á það umtal.
En hitt er ómótmælanlegt, að messuföllin eru svo mörg
úti um landið, að ekki er viðhlítandi frá kirkjunnar sjón-
'h'miði, og eins hitt, að sumir prestar, sem ekki vilja láta
rnessur falla niður, verða að sætta sig við sárfáa tilheyr-
endur. Eg minnist þess, að einu sinni var eg fyrir nokk-
nrum árum 4. maður í kirkjunni, þegar til var tekið, en 8
vorum við, þegar allir voru komnir. Þetta var í þorpi og
þorpsbúar voru 300—400. Stutt var og greiðfært til bæja
ntan þorpsins, og þetta var um hásumarið, í þurkatið og
* góðu veðri.
En þá verður eðlilega ein spurning fyrir oss: Gerir